
26. október 2023
Gleðilega umhverfisvæna Hrekkjavöku!
Á hverju ári virðist hrekkjavakan ryðja sér frekar til rúms hérlendis. Krónan tekur þátt í gleðinni með tilheyrandi stemningu í verslunum og góðu vöruúrvali en hrekkjavakan er á góðri leið með að verða uppáhaldshátíðin okkar. Verslanir eru sífellt að toppa sig með hræðilegum skreytingum, það er til dæmis upplifun að mæta í hrekkjavökuhúsið í Krónunni Akrabraut!
Við viljum minna Krónuvini okkar á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir og á meðan Hrekkjavöku stendur.
Hrekkjavökuskraut er margnota
Skraut má nota aftur og aftur. Í stað þess að losa þig við það mælum við með koma því fyrir í kassa þangað til á næsta ári og með tímanum muntu geta breytt heimilinu í alvöru draugahús! Þú sérð úrvalið hjá okkur hér.
Engin matarsóun
Nýttu innihald graskeranna í matseldina. Prófaðu þig áfram með graskerssalat, spaghetti squash og ristuð graskersfræ.
Skilið graskerunum í næstu Krónuverslun
Nú þegar heimilin í landinu eru farin að flokka lífrænt er mikilvægt að graskerin endi ekki í urðun. Ef graskerin eru of stór fyrir brúnu pokana eruð þið hjartanlega velkomin með þau til okkar. Við tökum á móti þeim í öllum verslunum okkar og sjáum um að koma þeim í jarðgerð.
Góða skemmtun og gleðilega umhverfisvæna hrekkjavöku 💚


27. nóvember 2023
Söfnun fyrir jólastyrk Krónunnar er hafin.

21. nóvember 2023
Dagana 18.-24. nóvember er Nýtnivikan, en hún er samevrópskt átak sem hvetur fólk til að draga úr óþarfa neyslu. Yfirskrift vikunnar í ár er Höfum það umbúðalaust, en markmiðið er að fá sem flesta í samfélaginu til að draga úr notkun einnota umbúða.

29. september 2023
Að sporna gegn matarsóun er eitt mikilvægasta skrefið sem við í Krónunni tökum með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða.

26. september 2023
Ótrúlega gaman að taka á móti öllum okkar frábæru viðskiptavinum um helgina þegar við enduropnuðum Krónuna á Granda.

11. september 2023
Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina. Um 300 kátir krakkar á aldrinum þriggja til tólf ára spændu um brautirnar í Öskjuhlíðinni og stóðu sig ótrúlega vel!

1. september 2023
Allt frá karamellupoppi til sítrónukáls yfir í viskísinnep og súkkulaðibombur. Í Matarbúrinu má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ. Á morgun, 2. september, hefst Matarbúrið í stærstu verslunum Krónunnar.