26. október 2023
Á hverju ári virðist hrekkjavakan ryðja sér frekar til rúms hérlendis. Krónan tekur þátt í gleðinni með tilheyrandi stemningu í verslunum og góðu vöruúrvali en hrekkjavakan er á góðri leið með að verða uppáhaldshátíðin okkar. Verslanir eru sífellt að toppa sig með hræðilegum skreytingum, það er til dæmis upplifun að mæta í hrekkjavökuhúsið í Krónunni Akrabraut!
Við viljum minna Krónuvini okkar á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir og á meðan Hrekkjavöku stendur.
Skraut má nota aftur og aftur. Í stað þess að losa þig við það mælum við með koma því fyrir í kassa þangað til á næsta ári og með tímanum muntu geta breytt heimilinu í alvöru draugahús! Þú sérð úrvalið hjá okkur hér.
Nýttu innihald graskeranna í matseldina. Prófaðu þig áfram með graskerssalat, spaghetti squash og ristuð graskersfræ.
Nú þegar heimilin í landinu eru farin að flokka lífrænt er mikilvægt að graskerin endi ekki í urðun. Ef graskerin eru of stór fyrir brúnu pokana eruð þið hjartanlega velkomin með þau til okkar. Við tökum á móti þeim í öllum verslunum okkar og sjáum um að koma þeim í jarðgerð.
Góða skemmtun og gleðilega umhverfisvæna hrekkjavöku 💚
21. mars 2025
Í ár vildum við koma efni sjálfbærniskýrslu Krónunnar út til viðskiptavina með öðrum hætti en áður.
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.