21. mars 2025
Sjálfbærniskýrsla Krónunnar er nú komin út. Þar er farið yfir árangur síðasta árs í sjálfbærnimálum, markmð, sigra og áskoranir.
Skýrslan er yfirgripsmikil og sýnir alla sjálfbærnivinnu síðasta árs sem við í Krónunni erum hrikalega stolt af. Þess vegna ákváðum við að koma henni út fyrir hið hefðbundna PDF-skjal og til viðskiptavina Krónunnar.
Við tókum höndum saman með teiknaranum og snillingnum Unnie Arendrup, sem myndgerði skýrsluna á sinn einstaka hátt og málaði á vegg í Krónunni á Granda. Tjörvi Jónsson festi ferlið á filmu og Metall Hönnunarstofa gáfu svo lendingarsíðunni fágað og stílhreint viðmót í takt við myndgerð Unnie.
Við hvetjum ykkur til lesningar á sjálfbærniskýrslunni hér
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.
17. janúar 2025
Áttunda árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.