
13. maí 2025
Krónan, Akureyrardætur og HFA kynna Krónuhjólamótið 2025
Við erum virkilega spennt að kynna Krónuhjólamótið til leiks á Akureyri! Mótið verður haldið sunnudaginn 18. maí nk.
Mæting í Kjarnaskóg
Fyrsta start kl. 10:00 fyrir yngstu kynslóðina á sparkhjólunum
Eldri flokkar ræstir út eftir það
Ath. að hjálpardekk og rafmagnsknúin hjól eru ekki leyfð
Krónan styrkir mótið og fá allir þátttakendur verðlaunapeninga og glæsilega gjöf að keppni lokinni.
Krónuhjólið verður á staðnum með popp og ávexti fyrir öll! 🍉🍊
BMX brós mæta á svæðið og hefst sýningin þeirra um kl. 11:30 við Kjarnakot.Við hvetjum öll til að missa ekki af þessari skemmtilegu sýningu!
Skráningargjald er 2.300 kr. á barn.
Hægt er að skrá sig og greiða í Sportabler
4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!