Rúmlega þrjár milljónir færri plastpokar hjá Krónunni á hálfu ári

4. febrúar 2020

Rúmlega þrjár milljónir færri plastpokar hjá Krónunni á hálfu ári

Í byrjun júní 2019 tók Krónan úr umferð alla smápoka sem hafa fengist gefins við kassa og í ávaxta- og grænmetisdeildum. Viðskiptavinum býðst þess í stað að nota fjölnota poka undir ávexti og grænmeti eða sleppa pokum eftir því sem við á.  Á þessu rúma hálfa ári hefur sparast mikið plast eða 16.860 rúllur sem gera 3.372.000 poka. Krónan stefnir á að vera alveg plastpokalaus í lok árs.

Pokarnir ganga undir ýmsum nöfnum svo sem hnútapokar, nískupokar eða skrjáfpokar og voru vinsælir undir ávextina eða grænmetið sem og smádót.

Löggjöf um bann á einnota plastpokum tók í gildi 1. Júlí 2019 og þurftu verslanir þá að rukka fyrir smápoka sem áður voru gefins í flestum verslunum. Krónan hinsvegar tók þá ákvörðun að fjarlægja pokana frekar en að rukka fyrir þá sem lið í þeirri samfélagslegu ábyrgð að minnka plastnotkun. Krónan skipti jafnframt út hefðbundnum plast burðarpokum fyrir poka úr sykurreir fyrr á árinu. Þegar birgðir Krónunnar af sykurreirspokunum klárast sem áætlað er að verði í haust verða engir burðarpokar aðrir í verslunum Krónunnar en fjölnota pokar og pappírspokar.

Við gerum okkur grein fyrir í krafti stærðar okkar þá getum við haft áhrif til góðs og höfum því leitað leiða til að draga úr notkun plastpoka í verslunum okkar. Þetta skref, að hætta með skrjáfpokana, áður en löggjöfin tók í gildi, var ekki einfalt því við þurftum öll, starfsmenn og viðskiptavinir að aðlaga okkur að því breytta umhverfi en við vildum stíga fram með góðu fordæmi. Árangurinn af þessu er frábær, það munar um fækkun um yfir þrjár milljónir plastpoka, bara með þessari einu aðgerð. Markmið okkar árið 2020 er svo að hætta alveg með burðarpoka úr plasti því þó sykurreirspokarnir séu vissulega skárri kostur  þá finnst okkur það ekki duga til og munum því, þegar birgðirnar okkar klárast hætta alfarið með þá“segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina

12. september 2022

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina

Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram um helgina þar sem um 500 manns mættu til að styðja hjólakrútt að sýna takta sína....

Krónan frystir vöruverð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni

24. ágúst 2022

Krónan frystir vöruverð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni

Krónan svarar ákalli almennings og stjórnvalda um að leggja lið baráttunni gegn verðbólgu og frystir verð á 240 vörunúmerum undir vörumerkjum Krónunnar og First Price frá og með deginum í dag

Ný og glæsileg verslun í Skeifunni

8. júlí 2022

Ný og glæsileg verslun í Skeifunni

Fimmtudaginn 7. júlí sl. opnuðu Krónan og ELKO nýjar verslanir í Skeifunni 19, þar sem Myllan var áður til húsa.

15 milljónir til Úkraínu

28. apríl 2022

15 milljónir til Úkraínu

Krón­an og Krónuvinir söfnuðu 15 millj­ón­um króna í neyðarsöfn­un fyr­ir Úkran­íu í sam­starfi við UNICEF.

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

31. mars 2022

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

Nú seljum við ávexti og grænmeti á stykkjaverði! Þetta gerum við bæði til að auka gagnsæi til viðskiptavina okkar sem vita um leið hvað varan kostar – og til að einfalda innleiðingu á tæknilausnum.

Skannað og skundað valin stafræna lausn ársins

14. mars 2022

Skannað og skundað valin stafræna lausn ársins

Skannað og skundað var valin stafræna lausn ársins 2021 hjá Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).

Takk – fimmta árið í röð

24. janúar 2022

Takk – fimmta árið í röð

Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 5. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.

29. október 2021

7 milljónir í samfélagsstyrki

15. október 2021

Jafnvægisvogin

1. júlí 2021

Svartir ruslapokar hættir í sölu

30. júní 2021

8,3 milljónir til Unicef

29. júní 2021

Krónan hlýtur Fjörusteininn

21. maí 2021

Umhverfisvænar kerrur

25. febrúar 2021

Nýir stjórnendur hjá Krónunni

22. febrúar 2021

Matarbúrið i Flatahrauni

29. janúar 2021

Takk Krónu vinir

7. desember 2020

Allar Krónuverslanir nú Svansvottaðar

17. nóvember 2020

12 milljónir í styrki

7. febrúar 2020

Krónan endurvinnur nú allt plast úr rekstri sínum