© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
4. febrúar 2020
Í byrjun júní 2019 tók Krónan úr umferð alla smápoka sem hafa fengist gefins við kassa og í ávaxta- og grænmetisdeildum. Viðskiptavinum býðst þess í stað að nota fjölnota poka undir ávexti og grænmeti eða sleppa pokum eftir því sem við á. Á þessu rúma hálfa ári hefur sparast mikið plast eða 16.860 rúllur sem gera 3.372.000 poka. Krónan stefnir á að vera alveg plastpokalaus í lok árs.
Pokarnir ganga undir ýmsum nöfnum svo sem hnútapokar, nískupokar eða skrjáfpokar og voru vinsælir undir ávextina eða grænmetið sem og smádót.
Löggjöf um bann á einnota plastpokum tók í gildi 1. Júlí 2019 og þurftu verslanir þá að rukka fyrir smápoka sem áður voru gefins í flestum verslunum. Krónan hinsvegar tók þá ákvörðun að fjarlægja pokana frekar en að rukka fyrir þá sem lið í þeirri samfélagslegu ábyrgð að minnka plastnotkun. Krónan skipti jafnframt út hefðbundnum plast burðarpokum fyrir poka úr sykurreir fyrr á árinu. Þegar birgðir Krónunnar af sykurreirspokunum klárast sem áætlað er að verði í haust verða engir burðarpokar aðrir í verslunum Krónunnar en fjölnota pokar og pappírspokar.
„Við gerum okkur grein fyrir í krafti stærðar okkar þá getum við haft áhrif til góðs og höfum því leitað leiða til að draga úr notkun plastpoka í verslunum okkar. Þetta skref, að hætta með skrjáfpokana, áður en löggjöfin tók í gildi, var ekki einfalt því við þurftum öll, starfsmenn og viðskiptavinir að aðlaga okkur að því breytta umhverfi en við vildum stíga fram með góðu fordæmi. Árangurinn af þessu er frábær, það munar um fækkun um yfir þrjár milljónir plastpoka, bara með þessari einu aðgerð. Markmið okkar árið 2020 er svo að hætta alveg með burðarpoka úr plasti því þó sykurreirspokarnir séu vissulega skárri kostur þá finnst okkur það ekki duga til og munum því, þegar birgðirnar okkar klárast hætta alfarið með þá“segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
13. október 2025
Samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla hefur verið haldið árlega frá árinu 2020.
13. október 2025
Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fimmta sinn, við athöfn sem haldin var föstudaginn 10. október sl.
9. október 2025
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza.
6. október 2025
Þá er uppáhalds Bændamarkaðurinn okkar búinn í bili Fimm helgar, 26 verslanir og um 145 tonn seld af umbúðarlausu, íslensku grænmeti - beint frá bónda!