Með Skannað og skundað lausninni í Snjallverslunar appinu getur þú verslað vörur með því að skanna þær úr hillu og setja beint í körfuna þína, jú eða bara beint í pokann. Greiðir í appinu, skannar QR kóða af skjánum þínum undir spjaldtölvu á sjálfsafgreiðslusvæði og skundar svo út í daginn!
Skannað og skundað er í boði í öllum Krónuverslunum.
Vertu memm!
Það er erfitt að skanna inn banana, perur eða lauk! Smelltu á gula ávaxta- og grænmetistakkann og bættu holla stöffinu við í körfuna. Ávextir og grænmeti er selt í stykkjatali, fyrir utan örfáar vörur sem auðvelt er að vigta á svæðinu og bæta svo við körfuna í Skannað og skundað.
Er lífræna kaffið á innkaupalistanum en þú hefur ekki hugmynd um hvar það er staðsett í verslun? Leitaðu að vöru í Skannað og skundað og fáðu nákvæma staðsetningu í verslun.
Smelltu á stækkunarglerið við hliðina á skannanum
Leitaðu að vöru
Smelltu á stækkunarglerið við hliðina á vöru í leitarniðurstöðum
Upp kemur kort af verslun með nákvæmri staðsetningu vöru
Pssst...smelltu á táknið af vöruspjaldinu og láttu á hillumiðann blikka
Ath. að þessi möguleiki er í boði í Lindum, Granda, Bíldshöfða, Akrabraut og Grafarholti. Við erum að vinna í því að opna á þennan möguleika í fleiri verslunum.
@kronan_island Sjáðu nákvæmlega hvar varan er staðsett í búðinni! 🤝
♬ original sound - Krónan
Ertu að vinna með innkaupalistann í Notes eða öðru textaforriti í símanum? Prófaðu að afrita og líma (kópí peist) yfir í Skundalistann og notaðu hann síðan í næstu búðarferð.