1. ágúst 2024
Sólskins og Krónan hafa tekið upp milliliðalaust samstarf þar sem markmiðið er að hámarka nýtingu framleiðslunnar á Flúðum og lágmarka um leið matvælasóun á nýju og fersku grænmeti í dagslok. Með samstarfinu er okkar að hægt verði að draga úr innkaupum á erlendu grænmeti og stuðla að auknu framboði á íslensku grænmeti yfir lengri tíma.
Á rótgróinni garðyrkjustöð á Flúðum, þar sem Sólskins er til húsa, hefur verið ræktað grænmeti í yfir 80 ár og gert allan ársins hring. Þar er lögð áhersla á ræktun tómata og agúrka, ásamt framleiðslu á papriku auk útiræktunar á selleríi og blómkáli sem jafnframt er á boðstólum Krónunnar. Framtíðarsýn Sólskins er að breikka og auka vöruúrvalið til að auka aðgengi að íslensku grænmeti allt árið um kring.
Þú finnur Sólskins í öllum verslunum Krónunnar!
21. mars 2025
Í ár vildum við koma efni sjálfbærniskýrslu Krónunnar út til viðskiptavina með öðrum hætti en áður.
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.