Krónukrúttin

11. september 2023

Krúttlegasta Krónumótið haldið í fimmta sinn

Það var mikið fjör á sunnudaginn þegar Krúttlegasta Krónumótið fór fram í fimmta skiptið í samvinnu við hjólafélagið Tind ásamt Hjólaskólanum. Um 300 kátir krakkar á aldrinum þriggja til tólf ára spændu um brautirnar í Öskjuhlíðinni og stóðu sig ótrúlega vel.

Yngstu hjólakrúttin eru frá tveggja ára aldri og kepptu á sparkhjólum, en 6-12 ára hjóluðu tveggja til þriggja kílómetra langa hringi í Öskjuhlíðinni, og voru hringirnir mismargir eftir aldurshópum.

Krónuhjólið var að sjálfsögðu á sínum stað með fullt af ferskum ávöxtum og smoothie fyrir þátttakendur og aðstandendur. Takk allir sem mættu og tóku þátt í þessum skemmtilega viðburði með okkur. Sjáumst að ári!

Fallback alt
Fallback alt
Fallback alt