
22. febrúar 2021
Matarbúrið i Flatahrauni
Við viljum efla íslenska matvælaframleiðendur.
Krónan er í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla og hefur stillt vörum smáframleiðenda sérstaklega fram í verslunum, Matarbúrið flakkar á milli verslanna og er nú í Flatahrauni og Mosfellsbæ.
Við viljum tryggja sýnileika fyrir allar þær frábæru vörur sem íslenskir matvælaframleiðendur eru að þróa, þannig tryggjum við saman fjölbreytni í íslensku vöruúrvali.
Hver smáframleiðandi er með sína vöru í 2 mánuði í senn í búðinni og koma svo nýjar vörur – frá nýjum framleiðendum.


31. mars 2022
Nú seljum við ávexti og grænmeti á stykkjaverði! Þetta gerum við bæði til að auka gagnsæi til viðskiptavina okkar sem vita um leið hvað varan kostar – og til að einfalda innleiðingu á tæknilausnum.

14. mars 2022
Skannað og skundað var valin stafræna lausn ársins 2021 hjá Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).

24. janúar 2022
Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 5. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.

29. október 2021
Við höfum nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.