22. febrúar 2021
Við viljum efla íslenska matvælaframleiðendur.
Krónan er í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla og hefur stillt vörum smáframleiðenda sérstaklega fram í verslunum, Matarbúrið flakkar á milli verslanna og er nú í Flatahrauni og Mosfellsbæ.
Við viljum tryggja sýnileika fyrir allar þær frábæru vörur sem íslenskir matvælaframleiðendur eru að þróa, þannig tryggjum við saman fjölbreytni í íslensku vöruúrvali.
Hver smáframleiðandi er með sína vöru í 2 mánuði í senn í búðinni og koma svo nýjar vörur – frá nýjum framleiðendum.
2. desember 2024
Samfélagsstyrkur Krónunnar var veittur á haustmánuðum.
28. nóvember 2024
Við höfum opnað glæsilega og endurbætta verslun okkar á Bíldshöfða.
25. nóvember 2024
Krónan hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
18. nóvember 2024
Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
1. nóvember 2024
Heillakarfan hlaut Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.