21. nóvember 2023
Umbúðalausar lausnir í Evrópsku nýtnivikunni
Gleðilega Evrópska nýtniviku!
Dagana 18.-24. nóvember er Nýtnivikan, en hún er samevrópskt átak sem hvetur fólk til að draga úr óþarfa neyslu. Yfirskrift vikunnar í ár er Höfum það umbúðalaust, en markmiðið er að fá sem flesta í samfélaginu til að draga úr notkun einnota umbúða. Með því að færa okkur frá einnota umbúðum nýtum við betur þær auðlindir sem sem við eigum nú þegar og drögum þannig úr myndun úrgangs.
Þessi vika er því tilvalin til að prófa sig áfram í umbúðalausum og fjölnota lausnum. Hér er það sem þú getur nýtt þér í Krónunni:
Þurrvörubar
Á þurrvörubarnum okkar finnur þú geggjað granóla frá Tobbu Marínós, baunir, pasta og fleira. Þetta eru þurrvörur sem oft koma í bæði pappa og plasti, svo hér er hægt að fækka umbúðum til muna þegar maður kemur með sín eigin ílát eða poka.
Staðsett: í Skeifunni, á Akureyri og á Granda.
Hreppamjólkursjálfssalinn
Gæðamjólk beint frá býlinu Gunnbjarnarholti. Fallegar flöskur sem hægt er að nýta aftur og aftur, en hér er líka hægt að koma með sínar eigin.
Staðsett: í Lindum, á Granda, á Selfossi.
Sápubar
Í Krónunni er gott úrval af sápustykkjum en ef maður kýs fljótandi er hægt að fylla á flöskur á áfyllingarbarnum með Fill sápunum.
Staðsett: á Granda, í Skeifunni.
Við minnum svo á að umbúðir er hægt að skilja eftir í öllum Krónuverslunum, en við tökum við pappír, plasti sem og batteríum.
Gangi ykkur vel í vikunni og góða skemmtun!