Glæsileg verslun Krónunnar á Granda opnar um miðjan september

8. ágúst 2023

Glæsileg verslun Krónunnar á Granda opnar um miðjan september

Til stendur að opna glæsilega verslun Krónunnar á Granda um miðjan september.

Krónan á Granda opnaði árið 2007 og hefur frá upphafi verið ein af okkar lykilverslunum. Það hefur gengið virkilega vel hjá okkur á Grandanum en þar eigum við frábæran kjarnahóp af viðskiptavinum og höfum við alltaf lagt mikið upp úr að eiga í virku samtali við þá.

Það er kominn tími á að taka verslunina vel í gegn til að mæta betur væntingum viðskiptavina og bæta upplifun þeirra enn frekar. Við erum stöðugt að þróa okkur áfram og á Grandanum munum við leggja enn frekari áherslu á tilbúna rétti og fleiri spennandi útfærslur til að styðja við þá stefnu okkar að Krónan sé matvöruverslun framtíðarinnar.

Við munum meðal annars auka úrval tilbúinna rétta og bjóða upp á Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere. Þá verða einnig aðrar nýjungar í rými sem opnar síðar á árinu og verður spennandi að segja betur frá því þegar nær dregur.

Áfram verður mikil áhersla lögð á ferskvöru og hollustu ásamt því að bjóða upp á breytt vöruúrval á lágu verði. Þá verða umhverfisvænar lausnir í fyrirrúmi en við munum meðal annars innleiða nýjan og umhverfisvænni tækjabúnað.

Útlosun er í fullum gangi og lýkur í dag. Í kjölfarið verður allt rýmið tæmt og framkvæmdir hefjast í fyrramálið, 9. ágúst. Við hlökkum mikið til að bjóða viðskiptavini okkar velkomna til okkar að nýju í glæsilegri Krónuverslun þegar framkvæmdum lýkur.

Í dag er Alþjóðlegi dagurinn gegn matarsóun!

29. september 2023

Í dag er Alþjóðlegi dagurinn gegn matarsóun!

Að sporna gegn matarsóun er eitt mikilvægasta skrefið sem við í Krónunni tökum með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða....

Magnaðar móttökur á Grandanum

26. september 2023

Magnaðar móttökur á Grandanum

Ótrúlega gaman að taka á móti öllum okkar frábæru viðskiptavinum um helgina þegar við enduropnuðum Krónuna á Granda.

Krúttlegasta Krónumótið haldið í fimmta sinn

11. september 2023

Krúttlegasta Krónumótið haldið í fimmta sinn

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina. Um 300 kátir krakkar á aldrinum þriggja til tólf ára spændu um brautirnar í Öskjuhlíðinni og stóðu sig ótrúlega vel!

Matarbúrið hefst 2. september!

1. september 2023

Matarbúrið hefst 2. september!

Allt frá karamellupoppi til sítrónukáls yfir í viskísinnep og súkkulaðibombur. Í Matarbúrinu má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ. Á morgun, 2. september, hefst Matarbúrið í stærstu verslunum Krónunnar.

Bændamarkaður Krónunnar næstu helgar!

25. ágúst 2023

Bændamarkaður Krónunnar næstu helgar!

Bændamarkaðurinn, sem við höldum á haustin, er okkur afar mikilvægur en þar stillum við fram nýuppteknu íslensku grænmeti á háuppskerutíma í íslenskum landbúnaði.

Krónan fagnar fjölbreytileikanum með öllum litum regnbogans!

9. ágúst 2023

Krónan fagnar fjölbreytileikanum með öllum litum regnbogans!

Krónan er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga 2023

Taupokar eignast framhaldslíf

17. maí 2023

Taupokar eignast framhaldslíf

Við þökkum frábærar viðtökur á Taktu poka - skildu eftir poka verkefninu sem við frumsýndum á Hönnunarmars í maí 2023. Markmið verkefnisins var að vekja athygli á deilihagkerfinu okkar Taktu poka - skildu eftir poka.

27. apríl 2023

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

26. apríl 2023

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

3. apríl 2023

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

1. apríl 2023

Fyrsta grænmetis páskaeggið

31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

29. mars 2023

Krónan færði hælisleitum páskaegg

22. mars 2023

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

13. janúar 2023

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

13. janúar 2023

Prime er komið aftur - UPPSELT!

21. desember 2022

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

21. desember 2022

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

Krónu karfan

© 2023

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Fax: 559 3001

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur