8. ágúst 2023
Til stendur að opna glæsilega verslun Krónunnar á Granda um miðjan september.
Krónan á Granda opnaði árið 2007 og hefur frá upphafi verið ein af okkar lykilverslunum. Það hefur gengið virkilega vel hjá okkur á Grandanum en þar eigum við frábæran kjarnahóp af viðskiptavinum og höfum við alltaf lagt mikið upp úr að eiga í virku samtali við þá.
Það er kominn tími á að taka verslunina vel í gegn til að mæta betur væntingum viðskiptavina og bæta upplifun þeirra enn frekar. Við erum stöðugt að þróa okkur áfram og á Grandanum munum við leggja enn frekari áherslu á tilbúna rétti og fleiri spennandi útfærslur til að styðja við þá stefnu okkar að Krónan sé matvöruverslun framtíðarinnar.
Við munum meðal annars auka úrval tilbúinna rétta og bjóða upp á Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere. Þá verða einnig aðrar nýjungar í rými sem opnar síðar á árinu og verður spennandi að segja betur frá því þegar nær dregur.
Áfram verður mikil áhersla lögð á ferskvöru og hollustu ásamt því að bjóða upp á breytt vöruúrval á lágu verði. Þá verða umhverfisvænar lausnir í fyrirrúmi en við munum meðal annars innleiða nýjan og umhverfisvænni tækjabúnað.
Útlosun er í fullum gangi og lýkur í dag. Í kjölfarið verður allt rýmið tæmt og framkvæmdir hefjast í fyrramálið, 9. ágúst. Við hlökkum mikið til að bjóða viðskiptavini okkar velkomna til okkar að nýju í glæsilegri Krónuverslun þegar framkvæmdum lýkur.
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.
23. desember 2024
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að taka á móti ykkur í Krónunni á nýju ári.