
30. maí 2025
Krónan hlýtur viðurkenningu Sjálfbærniássins í annað sinn
Á dögunum hlaut Krónan viðurkenningu Sjálfbærniássins í flokki matvöruverslana, í annað skipti á jafnmörgum árum.
Sjálfbærniásinn mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja og stofanana í sjálfbærnimálum og standa Prósent, Langbrók og Stjórnvísi að mælikvarðanum.
Sjálfbærni er eitt af lykilstefum Krónunnar og leiðir nær alla þá vinnu sem starfsfólk okkar innir af hendi á degi hverjum. Viðurkenningin er okkur einstaklega dýrmæt þar sem hún byggir á viðhorfi neytenda og staðfestir því að við erum á réttri leið því sjálfbær og heilusamlegur lífsstíll er kjarninn í okkar framtíðarsýn.
Markmið Sjálfbærniássins er að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum. Mælikvarðinn mælir þá fjóra þætti sem The World Economic Forum telja að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað: plánetan (e.planet), hagsæld (e.prosperity), fólk (e.people) og stjórnarhættir (e.governance).
Mynd: mbl.is
Alls hlutu fimmtán fyrirtæki viðurkenningu Sjálfbærniássins fyrir að vera leiðandi á sínum markaði í sjálfbærnimálum.
3. júní 2025
Verslun okkar í Vallakór í Kópavogi hefur opnað á nýjan leik! Frábær opnunartilboð dagana 5.-9. júní.
20. maí 2025
Vel heppnað Krónuhjólamót 18. maí sl. í samstarfi við HFA og Akureyrardætur