23. október 2024
Krónan hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.
Við erum innilega þakklát og stolt af því að hafa fengið viðurkenninguna, enda er jafnrétti okkur hjartans mál! Þá er líka skemmtilegt að móðurfélag okkar, Festi hf. ásamt systurfyrirtækjunum ELKO Lyfja N1 og Bakkinn Vöruhótel hlutu einnig viðurkenninguna!

27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.