18. ágúst 2025
Gleðilegan Grænan mánudag!
Við í Krónunni hefjum vikuna á ferskum nótum með nýju framtaki sem kallast Grænir mánudagar. Við viljum hvetja Krónuvini til að byrja vikuna á sjálfbæran og jákvæðan hátt og velja grænni valkosti í matinn að minnsta kosti einu sinni í viku - bæði fyrir heilsu okkar og jarðarinnar. Í hverri viku kemur ný og gómsæt uppskrift sem einfalt er að fylgja.
Markmiðið með grænum mánudögum er að stuðla að aukinni neyslu á grænmeti og öðrum plöntumiðuðum mat og draga um leið úr umhverfisáhrifum daglegra innkaupa.
Allt hráefnið er að finna saman á einum stað í stærri verslunum okkar og auðvelt að panta í Snjallverslun.
Smelltu hér til að sjá uppskrift vikunnar og öll hráefni
Gleðilegan grænan mánudag!

27. júní 2025
Við höfum tekið upp umhverfisvænni bakka í kjötborðum Krónunnar.
19. júní 2025
Bergið Headspace miðar að því að veita ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í samfélaginu.
19. júní 2025
Krónan gefur í á Vesturlandi.