
9. ágúst 2023
Krónan fagnar fjölbreytileikanum með öllum litum regnbogans!
Ein litríkasta menningarhátíð landsins, Hinsegin dagar í Reykjavík, verður haldin dagana 8.-12. ágúst næstkomandi. Hinsegin dagar eru hátíð alls hinsegin fólks, og verður stútfull dagskrá alla vikuna.
Krónan er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga í Reykjavík, og munum við gefa hátíðinni rými í verslunum okkar með litríkri stemningu, tónlist eftir hinsegin listafólk og vöruúrvali þar sem ágóði rennur til Hinsegin daga. Einnig fengum við Albert Eiríksson, Albert eldar, til að töfra fram litríkan sumareftirrétt fyrir okkur.
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að halda upp á hátíðina og fagna fjölbreytileikanum með samveru, góðum mat, gleði og góðmennsku.
4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!