
9. ágúst 2023
Krónan fagnar fjölbreytileikanum með öllum litum regnbogans!
Ein litríkasta menningarhátíð landsins, Hinsegin dagar í Reykjavík, verður haldin dagana 8.-12. ágúst næstkomandi. Hinsegin dagar eru hátíð alls hinsegin fólks, og verður stútfull dagskrá alla vikuna.
Krónan er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga í Reykjavík, og munum við gefa hátíðinni rými í verslunum okkar með litríkri stemningu, tónlist eftir hinsegin listafólk og vöruúrvali þar sem ágóði rennur til Hinsegin daga. Einnig fengum við Albert Eiríksson, Albert eldar, til að töfra fram litríkan sumareftirrétt fyrir okkur.
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að halda upp á hátíðina og fagna fjölbreytileikanum með samveru, góðum mat, gleði og góðmennsku.


11. september 2023
Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina. Um 300 kátir krakkar á aldrinum þriggja til tólf ára spændu um brautirnar í Öskjuhlíðinni og stóðu sig ótrúlega vel!

1. september 2023
Allt frá karamellupoppi til sítrónukáls yfir í viskísinnep og súkkulaðibombur. Í Matarbúrinu má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ. Á morgun, 2. september, hefst Matarbúrið í stærstu verslunum Krónunnar.

25. ágúst 2023
Bændamarkaðurinn, sem við höldum á haustin, er okkur afar mikilvægur en þar stillum við fram nýuppteknu íslensku grænmeti á háuppskerutíma í íslenskum landbúnaði.

8. ágúst 2023
Til stendur að opna glæsilega verslun Krónunnar á Granda um miðjan september.