
20. maí 2025
Gleði og glaðasólskin á Krónuhjólamótinu á Akureyri!
Um eitt hundrað krakkar á aldrinum 2-12 ára tóku þátt í frábærlega vel heppnuðu Krónuhjólamóti í Kjarnaskógi á Akureyri sunnudaginn 18. maí sl.
Krónan stóð fyrir mótinu í samstarfi við Akureyrardætur og Hjólreiðafélag Akureyrar. Mótið hefur einnig verið haldið í Öskjuhlíð undanfarin ár.
Um 20 stiga hiti var í Kjarnaskógi á mótsdag og mikil stemning og gleði meðal þátttakenda og aðstandenda. Kærar þakkir til allra sem mættu og tóku þátt! 💛








3. júní 2025
Krónan í Vallakór opnar á ný eftir endurbætur
Verslun okkar í Vallakór í Kópavogi hefur opnað á nýjan leik! Frábær opnunartilboð dagana 5.-9. júní.
30. maí 2025
Krónan hlýtur viðurkenningu Sjálfbærniássins í annað sinn
Viðurkenningin er veitt í annað sinn og hlaut Krónan þennan flotta titil einnig í fyrra.