
20. maí 2025
Gleði og glaðasólskin á Krónuhjólamótinu á Akureyri!
Um eitt hundrað krakkar á aldrinum 2-12 ára tóku þátt í frábærlega vel heppnuðu Krónuhjólamóti í Kjarnaskógi á Akureyri sunnudaginn 18. maí sl.
Krónan stóð fyrir mótinu í samstarfi við Akureyrardætur og Hjólreiðafélag Akureyrar. Mótið hefur einnig verið haldið í Öskjuhlíð undanfarin ár.
Um 20 stiga hiti var í Kjarnaskógi á mótsdag og mikil stemning og gleði meðal þátttakenda og aðstandenda. Kærar þakkir til allra sem mættu og tóku þátt! 💛








19. júní 2025
Bergið Headspace miðar að því að veita ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í samfélaginu.
19. júní 2025
Krónan gefur í á Vesturlandi.
19. júní 2025
Heimsendingarþjónusta Krónunnar hefur nú útvíkkað um Austurland.