28. desember 2023
Krónan hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, innkallað eftirfarandi matvöru vegna skordýra sem fundust í vörunni.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Bowl & Basket
Vöruheiti: Jalapeno Everything Bagel Seasoning
Nettómagn: 65 grömm
Framleiðandi: Wakefern
Innflytjandi: Krónan
Framleiðsluland: Bandaríkin
Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 5/04/2025 (4. maí 2025, USA dagsetning)
Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað við stofuhita.
Dreifing: Krónan Lindir, Flatahraun, Grandi, Selfoss, Bíldshöfði, Skeifan, Akureyri, Mosfellsbær, Akranes, Fitjar, Grafarholt, Borgartún, Vallakór og Reyðarfjörður.
Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í verslunum Krónunnar er bent á að skila henni í viðkomandi verslun gegn fullri endurgreiðslu. Viðskiptavinir sem verða mögulega fyrir óþægindum vegna þessa eru beðnir innilega afsökunar.
2. desember 2024
Samfélagsstyrkur Krónunnar var veittur á haustmánuðum.
28. nóvember 2024
Við höfum opnað glæsilega og endurbætta verslun okkar á Bíldshöfða.
25. nóvember 2024
Krónan hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
18. nóvember 2024
Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
1. nóvember 2024
Heillakarfan hlaut Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.