
Umhverfið er hverrar krónu virði
Við erum stöðugt að leita nýrra leiða til að skapa jákvæða upplifun fyrir okkar viðskiptavini og við viljum hafa jákvæð áhrif á okkar samfélag og umhverfi. Við trúum því að frammistaða okkar í umhverfis- og samfélagsmálum haldist í hendur við árangur til lengri tíma og því setjum við okkur metnaðarfull markmið þegar kemur að sjálfbærni.
Árið 2022 var viðburðaríkt ár þar sem við meðal annars breyttum okkar nálgun í markaðssetningu, sköpuðum enn þægilegri upplifun fyrir viðskiptavini okkar með snjalllausnum og lögðum áfram mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð, umhverfismál og hollustu.
Markmið sem náðust 2022

92% heildarrýma Krónunnar voru LED lýst í lok árs 2022. Árið áður stóð það hlutfall í 78,7%

Þurrvörubar settur upp í verslun í Skeifunni og á Akureyri.

Krani settur upp á Granda í byrjun árs 2022. Á árinu fóru tæplega 28.000 lítrar af vatni í fjölnota brúsa úr Krónukrönum.

Við höfum sett upp og endurnýjað aðstöðu fyrir reiðhjól í 8 verslunum 2022.

Hlutfall rafbíla í bílaflota Snjallverslunar jókst úr 25% í 67%.

Skilastöðvar eru nú aðgengilegar viðskiptavinum í öllum Krónuverslunum.

Við höfum minnkað umfang ávaxta og grænmetis sem endar sem lífrænn úrgangur frá 85% í 95% milli ára .

Við fjölguðum endurunnum kerrum og körfum um 100%.

Við höfum innleitt kæla með lægra kolefnisspor frá 33% í 49% kælikerfa okkar.

Við gáfum 9.067 stykki af ávöxtum sumarið 2022, sem er 51% aukning frá fyrra ári!

20% aukinn fjöldi kvenverslunarstjóra og einungis 0,3% óútskýrður launamunur.
Samfélagsskýrsla Krónunnar
Við viljum hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki – alltaf. Í góðu samstarfi við frábært starfsfólk okkar hefur okkur tekist það saman. Það er því ekki ákveðinn starfsmaður eða deild sem sinnir samfélagslegri ábyrgð fyrir okkar hönd, heldur allt Krónuliðið sem hefur aðkomu, sem skilar sér í fjölmörgum tillögum og aðgerðum á sviði lýðheilsu og umhverfismála. Þar hefur einlægur áhugi starfsfólks sem og samtöl við allt okkar fólk, birgja og viðskiptavini leikið lykilhlutverk.