
12. september 2022
Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina
Gleðin tók öll völd þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram á sunnudag hjá Perlunni. Hjólagarpar á aldrinum 2-12 ára sýndu takta sína og voru 210 talsins. Talið er að um 500 manns hafi verið á svæðinu yfir daginn að hvetja áfram krakkana.
Yngstu hjólakrúttin eru frá tveggja ára aldri og kepptu á sparkhjólum, en 6-12 ára hjóluðu tveggja til þriggja kílómetra langa hringi í Öskjuhlíðinni, og voru hringirnir mismargir eftir aldurshópum.
Krónuhjólið var á staðnum þar sem fullt af ávöxtum voru í boði fyrir þátttakendur og aðstandendur.
Við eeelskum að taka þátt í svona skemmtilegum verkefnum sem styðja að efla heilsu og hreysti barna. Ekki skemmir fyrir þegar viðburðirnir eru jafn krúttlegir og hjólamótið.


13. janúar 2023
Íþróttadrykkurinn PRIME kemur aftur í sölu í öllum verslunum föstudaginn 13. janúar.

21. desember 2022
Alls söfnuðust 10 milljónir í jólastyrkjasöfnun Krónunnar þetta árið, sem veittar eru í formi rúmlega 450 gjafakorta.

21. desember 2022
Yfir þúsund manns tóku þátt í leynivinaleik Krónunnar sem stóð yfir í 10 daga á aðventunni, sem gerir leikinn þann stærsta í Íslandssögunni.

1. desember 2022
Ný og glæsileg verslun okkar að Tryggvabraut 8 á Akureyri opnaði fimmtudaginn 1. desember. Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum.

30. nóvember 2022
Krónan og Rio Tinto hljóta Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.