12. september 2022
Gleðin tók öll völd þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram á sunnudag hjá Perlunni. Hjólagarpar á aldrinum 2-12 ára sýndu takta sína og voru 210 talsins. Talið er að um 500 manns hafi verið á svæðinu yfir daginn að hvetja áfram krakkana.
Yngstu hjólakrúttin eru frá tveggja ára aldri og kepptu á sparkhjólum, en 6-12 ára hjóluðu tveggja til þriggja kílómetra langa hringi í Öskjuhlíðinni, og voru hringirnir mismargir eftir aldurshópum.
Krónuhjólið var á staðnum þar sem fullt af ávöxtum voru í boði fyrir þátttakendur og aðstandendur.
Við eeelskum að taka þátt í svona skemmtilegum verkefnum sem styðja að efla heilsu og hreysti barna. Ekki skemmir fyrir þegar viðburðirnir eru jafn krúttlegir og hjólamótið.
2. desember 2024
Samfélagsstyrkur Krónunnar var veittur á haustmánuðum.
28. nóvember 2024
Við höfum opnað glæsilega og endurbætta verslun okkar á Bíldshöfða.
25. nóvember 2024
Krónan hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
18. nóvember 2024
Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
1. nóvember 2024
Heillakarfan hlaut Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.