Umhverfisvænar kerrur

21. maí 2021

Umhverfisvænar kerrur

Við höfum nú hafið notkun á nýjum innkaupakerrum sem eru framleiddar úr endurnýttum fiskinetum og öðru endurunnu plasti úr sjónum. Kerrurnar eru einnig búnar bakteríufráhrindandi efni í handföngum sem enn meiri eftirspurn er eftir nú en áður.

Talið er að um 640.000 tonn af ónýtum fiskinetum liggi á sjávarbotnum heimsins og valdi dauða  hundruð þúsund dýra á ári hverju. Með því að taka á land og endurnýta þessi fiskinet, umbreyta í kurl og þaðan í þessu tilfelli í innkaupakerrur og -körfur fá þau nýtt líf sem umhverfisvænar innkaupakörfur í verslunum Krónunnar.

Fyrsti áfangi verður í Krónunni Skeifunni, 30 kerrur og 70 handkörfur úr endurnýttum fiskinetum, en þegar kemur að endurnýjun kerra í öðrum verslunum verða þær af þessari nýju gerð.

Eldri kerrur úr Skeifunni hafa nú fengið ný heimili í öðrum verslunum Krónunnar og þannig heldur þetta áfram koll af kolli.  Við vonum að Krónuvinir taki vel í þessar sægrænu kerrur úr gömlum netum úr hafinu sem við í Krónunni lítum á sem eitt lítið skref til að draga úr eigin umhverfisáhrifum, fjölga hringrásarlausnum og þannig hafa áhrif til góðs.

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina

12. september 2022

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina

Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram um helgina þar sem um 500 manns mættu til að styðja hjólakrútt að sýna takta sína....

Krónan frystir vöruverð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni

24. ágúst 2022

Krónan frystir vöruverð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni

Krónan svarar ákalli almennings og stjórnvalda um að leggja lið baráttunni gegn verðbólgu og frystir verð á 240 vörunúmerum undir vörumerkjum Krónunnar og First Price frá og með deginum í dag

Ný og glæsileg verslun í Skeifunni

8. júlí 2022

Ný og glæsileg verslun í Skeifunni

Fimmtudaginn 7. júlí sl. opnuðu Krónan og ELKO nýjar verslanir í Skeifunni 19, þar sem Myllan var áður til húsa.

15 milljónir til Úkraínu

28. apríl 2022

15 milljónir til Úkraínu

Krón­an og Krónuvinir söfnuðu 15 millj­ón­um króna í neyðarsöfn­un fyr­ir Úkran­íu í sam­starfi við UNICEF.

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

31. mars 2022

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

Nú seljum við ávexti og grænmeti á stykkjaverði! Þetta gerum við bæði til að auka gagnsæi til viðskiptavina okkar sem vita um leið hvað varan kostar – og til að einfalda innleiðingu á tæknilausnum.

Skannað og skundað valin stafræna lausn ársins

14. mars 2022

Skannað og skundað valin stafræna lausn ársins

Skannað og skundað var valin stafræna lausn ársins 2021 hjá Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).

Takk – fimmta árið í röð

24. janúar 2022

Takk – fimmta árið í röð

Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 5. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.

29. október 2021

7 milljónir í samfélagsstyrki

15. október 2021

Jafnvægisvogin

1. júlí 2021

Svartir ruslapokar hættir í sölu

30. júní 2021

8,3 milljónir til Unicef

29. júní 2021

Krónan hlýtur Fjörusteininn

25. febrúar 2021

Nýir stjórnendur hjá Krónunni

22. febrúar 2021

Matarbúrið i Flatahrauni

29. janúar 2021

Takk Krónu vinir

7. desember 2020

Allar Krónuverslanir nú Svansvottaðar

17. nóvember 2020

12 milljónir í styrki

7. febrúar 2020

Krónan endurvinnur nú allt plast úr rekstri sínum

4. febrúar 2020

Rúmlega þrjár milljónir færri plastpokar hjá Krónunni á hálfu ári