1. september 2023
Matarbúrið hefst 2. september!
Allt frá karamellupoppi til sítrónukáls yfir í viskísinnep og súkkulaðibombur. Í Matarbúrinu - sem er samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla - má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ. Á morgun, 2. september, hefst Matarbúrið í stærstu verslunum Krónunnar. Þar gefst viðskiptavinum Krónunnar tækifæri á að kynnast spennandi kræsingum og gúrmeti frá íslenskum matarfrumkvöðlum fram til 17. september.
Markmið Matarbúrsins er að efla íslenska smáframleiðendur og aðgengi viðskiptavina að þessum vörum. Margir smáframleiðendur, sem fengu sitt fyrsta hillupláss í Matarbúri Krónunnar, eru nú með vörur sínar í almennri sölu þar sem vörum þeirra var einstaklega vel tekið á þessu prufutímabili sem Matarbúrið stendur yfir.
Vörukynningar poppa upp í verslunum næstu tvær vikurnar en svokölluð opnunarstemning verður í Lindum á morgun, þar sem hægt verður að hitta smáframleiðendur og kynnast vörunum þeirra enn betur.
Sjáðu lista yfir þátttakendur hér.
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.
23. desember 2024
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að taka á móti ykkur í Krónunni á nýju ári.