Ný Krónumolta í verslanir!

31. júlí 2024

Ný Krónumolta í verslanir!

Krónan hefur hafið sölu á eigin moltu sem kemur úr jarðgerðavélum í verslunum. Krónan er ein af fyrstu aðilunum á Íslandi til að taka í notkun jarðgerðarvélar frá Pure North sem er ný lausn í meðhöndlun á lífrænum úrgangi. Markmið verkefnisins er að Krónan verði sjálfbær hvað varðar meðhöndlun á eigin lífrænum úrgangi sem fellur til í verslunum.

Jarðgerðarvélarnar má finna í völdum verslunum Krónunnar, en í gegnum vélarnar eru þreyttum ávöxtum og grænmeti umbreytt úr úrgangi yfir í afurð. Vélarnar minnka rúmmál lífræna úrgangsins um 90% og umbreyta í moltu í föstu formi. Moltunni er blandað í mold sem jarðvegsbætir og hægt að nota bæði innanhúss og úti. Með því að jarðgera lífrænan úrganginn sinn getur Krónan búið til moltu sem er hægt að nýta og innleiða aftur inn í hringrásina.

Þú getur nælt þér í Krónumoltuna í öllum stærri Krónuverslunum!

Fallback alt
Fallback alt
Fallback alt