Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

Krónan hlaut í dag viðurkenningu sem besta íslenska vörumerkið á einstaklingsmarkaði með 50 starfsmenn eða fleiri. Við erum virkilega stolt af viðurkenningunni og er hún okkur mikil hvatning til að gera enn betur.

„Við hjá Krónunni leggjum mikla áherslu á að vera holl, snjöll og umhverfisvæn. Þetta eru málefni sem skipta máli til framtíðar og við lítum á þetta sem algjör lykilatriði til að vaxa og að dafna sem fyrirtæki,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.

Vörumerkjastofan brandr stóð að baki viðurkenningunni en hún hvílir á tillögum frá almenningi og valnefnd. Í umsögn brandr um Krónuna segir:

Krónan er lágvöruverðsverslun sem fagnar 22 árum í smásölu á Íslandi. Markaðshlutdeild hefur aukist jafnt og þétt en ekki síst á síðastliðnum árum; með breyttri nálgun í markaðssetningu, upplifun í verslunum og gríðarlega áherslu á samfélagslega ábyrgð, umhverfismál, hollustu og þægindi. Markmið Krónunnar til framtíðar er að gera heilsusamlegan og sjálfbæran lífstíl að daglegum venjum allra.