© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
8. febrúar 2023
Krónan hlaut í dag viðurkenningu sem besta íslenska vörumerkið á einstaklingsmarkaði með 50 starfsmenn eða fleiri. Við erum virkilega stolt af viðurkenningunni og er hún okkur mikil hvatning til að gera enn betur.
„Við hjá Krónunni leggjum mikla áherslu á að vera holl, snjöll og umhverfisvæn. Þetta eru málefni sem skipta máli til framtíðar og við lítum á þetta sem algjör lykilatriði til að vaxa og að dafna sem fyrirtæki,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
Vörumerkjastofan brandr stóð að baki viðurkenningunni en hún hvílir á tillögum frá almenningi og valnefnd. Í umsögn brandr um Krónuna segir:
Krónan er lágvöruverðsverslun sem fagnar 22 árum í smásölu á Íslandi. Markaðshlutdeild hefur aukist jafnt og þétt en ekki síst á síðastliðnum árum; með breyttri nálgun í markaðssetningu, upplifun í verslunum og gríðarlega áherslu á samfélagslega ábyrgð, umhverfismál, hollustu og þægindi. Markmið Krónunnar til framtíðar er að gera heilsusamlegan og sjálfbæran lífstíl að daglegum venjum allra.
21. október 2025
Saman söfnuðu Krónan og viðskiptavinir alls 12 milljónum króna í neyðarsöfnun fyrir börn á Gaza í samstarfi við UNICEF Iceland.
21. október 2025
Nú hafa Frískleikarnir poppað upp í Krónunni Flatahrauni.
20. október 2025
35 keppendur tóku þátt í Skelfikerinu í ár og skiluðu inn glæsilegum graskerum sem vöktu gríðarlega lukku meðal viðskiptavina Krónunnar um helgina. Graskerin voru hvert öðru flottara og keppnin var því gríðarlega hörð líkt og í fyrra.
16. október 2025
Við erum stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki, í úttekt Keldunnar og Viðskiptablaðsins.