
8. febrúar 2023
Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022
Krónan hlaut í dag viðurkenningu sem besta íslenska vörumerkið á einstaklingsmarkaði með 50 starfsmenn eða fleiri. Við erum virkilega stolt af viðurkenningunni og er hún okkur mikil hvatning til að gera enn betur.
„Við hjá Krónunni leggjum mikla áherslu á að vera holl, snjöll og umhverfisvæn. Þetta eru málefni sem skipta máli til framtíðar og við lítum á þetta sem algjör lykilatriði til að vaxa og að dafna sem fyrirtæki,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
Vörumerkjastofan brandr stóð að baki viðurkenningunni en hún hvílir á tillögum frá almenningi og valnefnd. Í umsögn brandr um Krónuna segir:
Krónan er lágvöruverðsverslun sem fagnar 22 árum í smásölu á Íslandi. Markaðshlutdeild hefur aukist jafnt og þétt en ekki síst á síðastliðnum árum; með breyttri nálgun í markaðssetningu, upplifun í verslunum og gríðarlega áherslu á samfélagslega ábyrgð, umhverfismál, hollustu og þægindi. Markmið Krónunnar til framtíðar er að gera heilsusamlegan og sjálfbæran lífstíl að daglegum venjum allra.
19. júní 2025
Bergið Headspace miðar að því að veita ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í samfélaginu.
19. júní 2025
Krónan gefur í á Vesturlandi.
19. júní 2025
Heimsendingarþjónusta Krónunnar hefur nú útvíkkað um Austurland.