© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
8. febrúar 2024
Ár Drekans hefst á laugardaginn og Krónan Lindum býður upp á ávexti sem sjást vanalega við veisluhöld. Kínversku áramótin eru ekki alltaf haldin 10. febrúar, en ýmsir þættir hafa áhrif á dagsetningu, eins og staða tungls og hlaupárs.
Við hjá Krónunni fögnum kínverska árinu um helgina með glæsilegri útstillingu í Lindum. Fanney Kim, gæðastjóri í ávaxta- og grænmetisdeildinni heldur upp á áramótin að venju og sagði okkur frá hefðum og tengingu guða og ávaxta.

Hvaða gerir maður á kínversku áramótunum?
Það er svipað og jólahátíð Íslendinga. Við hittum fjölskyldu og vini, borðum góðan mat og gefum gjafir. Vikan áður er undirlögð af þrifum, bakstri og skreytingum. Ég man eftir því þegar ég var yngri heima í Víetnam var mamma vön að fara í banka í kringum áramótin og fá glænýja peningaseðla, en það er hefð að gefa peninga að gjöf.
Hvaða gerir maður við ávextina?
Í búddatrú gerum við stórar skreytingar á stofuborðið með fullt af ávöxtum og blómum. Það gerum við til að hylla okkar guði og bjóða þeim ávexti af borðum okkar. Hver ávöxtur stendur fyrir eitthvað gott, eins og t.d. táknar papaya "nóg af öllu", og rauðir ávextir eru tákn um peninga.
Hvaða ávexti sjáum við?
Við sjáum ávexti eins og kókoshnetur, mangó, papaya, greip og vatnsmelónur. Mínir uppáhalds eru papaya og kaki.
Hvað þýðir ár drekans?
Drekinn getur gert allt vitlaust. En í stuttu máli held ég að þetta verði flott ár.
2. desember 2025
Nú opnum við kl. 08:00 í Krónunni Grafarholti, Granda, Mosfellsbæ og Norðurhellu.
2. desember 2025
Krónan bætir við mótframlagi við hverja krónu sem safnast frá viðskiptavinum.
1. desember 2025
Sérstakar viðurkenningar voru veittar á Umhverfisdegi SA fyrir eftirtektarverðan árangur í umhverfismálum.
24. nóvember 2025
Nú er það ljóst hvaða fjórtán verkefni hljóta Samfélagsstyrk Krónunnar í ár.