Skeifan ný verslun

8. júlí 2022

Ný og glæsileg verslun í Skeifunni

Fimmtudaginn 7. júlí sl. opnuðu Krónan og ELKO nýjar verslanir í Skeifunni 19, þar sem Myllan var áður til húsa. Verslunarrýmið er alls um 3.000 fermetrar að stærð, sem skiptast nánast jafnt milli Krónunnar og ELKO. Síðastliðið ár hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á gamla Mylluhúsinu til að tryggja að húsnæðið standist allar kröfur sem gerðar eru til nútímalegs verslunarrýmis um leið og það var lagað að þörfum okkar í Krónunni og vinum okkar í ELKO.

Báðar verslanir færa sig um set innan svæðisins en ELKO hefur starfrækt verslun í Skeifunni 7 frá árinu 2004 og Krónan verið til húsa í Skeifunni 11 frá byrjun árs 2019. Krónan var einnig með verslun í Skeifunni 5 á árum áður, þar sem Vínbúðin er nú til húsa. Með nýju verslunarhúsnæði stækkar verslun Krónunnar í Skeifunni töluvert, sem gerir okkur kleift að bjóða upp á aukið vöruúrval og betra aðgengi.

Í rýminu okkar opnaði einnig sushistaðurinn Tokyo Sushi og nýi pizzastaðurinn OLIFA – La Madre Pizza en báðir staðir bjóða upp á ferskan og tilbúinn mat sem tilvalið er að grípa með sér inn í daginn.

Við hjá Krónunni höfum beðið í ofvæni eftir því að opna þessa glæsilegu verslun á besta stað í Skeifunni, sem iðar af mannlífi alla daga og er orðin einn af öflugustu verslunarkjörnum landsins. Þetta er ein af okkar stærstu verslunum þar sem viðskiptavinir fá aðgengi að breiðasta vöruúrvali Krónunnar á sama hagstæða verði og í öðrum Krónuverslunum. Skannað og skundað, sjálfsafgreiðslulausn Krónunnar verður að sjálfsögðu í boði frá fyrsta degi, en lausnin er nú aðgengileg í 15 verslunum Krónunnar.

Við hlökkum til að taka á móti Krónuvinum í stórglæsilegri verslun okkar í Skeifunni.

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

22. mars 2023

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

Samfélagsskýrslan fyrir árið 2022 er komin út. Þar er farið yfir allt sem Krónan gerði í umhverfis- og samfélagsmálum í fyrra og allan þann árangur sem starfsfólk og viðskiptavinir Krónunnar náðu á árinu 2022....

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

Við erum auðmjúk og stolt af því að hljóta viðurkenninguna Besta íslenska vörumerkið 2022!

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

13. janúar 2023

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

Krónan hlaut í morgun viðurkenningu Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2022. Ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem mæld er reglulega yfir árið og hlaut Krónan hæstu einkunn meðal matvörurverslana.

Prime er komið aftur - UPPSELT!

13. janúar 2023

Prime er komið aftur - UPPSELT!

Íþróttadrykkurinn PRIME kemur aftur í sölu í öllum verslunum föstudaginn 13. janúar.

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

21. desember 2022

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

Alls söfnuðust 10 milljónir í jólastyrkjasöfnun Krónunnar þetta árið, sem veittar eru í formi rúmlega 450 gjafakorta.

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

21. desember 2022

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

Yfir þúsund manns tóku þátt í leynivinaleik Krónunnar sem stóð yfir í 10 daga á aðventunni, sem gerir leikinn þann stærsta í Íslandssögunni.

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

1. desember 2022

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

Ný og glæsileg verslun okkar að Tryggvabraut 8 á Akureyri opnaði fimmtudaginn 1. desember. Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum.

30. nóvember 2022

Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

21. nóvember 2022

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

17. nóvember 2022

Stórglæsilegar breytingar í Mosfellsbæ

14. nóvember 2022

Innköllun á Grön Balance sólblómafræjum

24. október 2022

Krónan tilnefnd til Fjöreggsins

12. október 2022

Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022

12. september 2022

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina

24. ágúst 2022

Krónan frystir vöruverð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni

28. apríl 2022

15 milljónir til Úkraínu

31. mars 2022

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

24. janúar 2022

Takk – fimmta árið í röð

29. október 2021

7 milljónir í samfélagsstyrki