Krónan Skeifunni

8. júlí 2022

Ný og glæsileg verslun í Skeifunni

Fimmtudaginn 7. júlí sl. opnuðu Krónan og ELKO nýjar verslanir í Skeifunni 19, þar sem Myllan var áður til húsa. Verslunarrýmið er alls um 3.000 fermetrar að stærð, sem skiptast nánast jafnt milli Krónunnar og ELKO. Síðastliðið ár hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á gamla Mylluhúsinu til að tryggja að húsnæðið standist allar kröfur sem gerðar eru til nútímalegs verslunarrýmis um leið og það var lagað að þörfum okkar í Krónunni og vinum okkar í ELKO.

Báðar verslanir færa sig um set innan svæðisins en ELKO hefur starfrækt verslun í Skeifunni 7 frá árinu 2004 og Krónan verið til húsa í Skeifunni 11 frá byrjun árs 2019. Krónan var einnig með verslun í Skeifunni 5 á árum áður, þar sem Vínbúðin er nú til húsa. Með nýju verslunarhúsnæði stækkar verslun Krónunnar í Skeifunni töluvert, sem gerir okkur kleift að bjóða upp á aukið vöruúrval og betra aðgengi.

Í rýminu okkar opnaði einnig sushistaðurinn Tokyo Sushi og nýi pizzastaðurinn OLIFA – La Madre Pizza en báðir staðir bjóða upp á ferskan og tilbúinn mat sem tilvalið er að grípa með sér inn í daginn.

Við hjá Krónunni höfum beðið í ofvæni eftir því að opna þessa glæsilegu verslun á besta stað í Skeifunni, sem iðar af mannlífi alla daga og er orðin einn af öflugustu verslunarkjörnum landsins. Þetta er ein af okkar stærstu verslunum þar sem viðskiptavinir fá aðgengi að breiðasta vöruúrvali Krónunnar á sama hagstæða verði og í öðrum Krónuverslunum. Skannað og skundað, sjálfsafgreiðslulausn Krónunnar verður að sjálfsögðu í boði frá fyrsta degi, en lausnin er nú aðgengileg í 15 verslunum Krónunnar.

Við hlökkum til að taka á móti Krónuvinum í stórglæsilegri verslun okkar í Skeifunni.

15 milljónir til Úkraínu

28. apríl 2022

15 milljónir til Úkraínu

Krón­an og Krónuvinir söfnuðu 15 millj­ón­um króna í neyðarsöfn­un fyr­ir Úkran­íu í sam­starfi við UNICEF....

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

31. mars 2022

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

Nú seljum við ávexti og grænmeti á stykkjaverði! Þetta gerum við bæði til að auka gagnsæi til viðskiptavina okkar sem vita um leið hvað varan kostar – og til að einfalda innleiðingu á tæknilausnum.

Skannað og skundað valin stafræna lausn ársins

14. mars 2022

Skannað og skundað valin stafræna lausn ársins

Skannað og skundað var valin stafræna lausn ársins 2021 hjá Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).

Takk – fimmta árið í röð

24. janúar 2022

Takk – fimmta árið í röð

Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 5. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.

7 milljónir í samfélagsstyrki

29. október 2021

7 milljónir í samfélagsstyrki

Við höfum nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.  

Jafnvægisvogin

15. október 2021

Jafnvægisvogin

Í gær afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Krónunni viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.

Svartir ruslapokar hættir í sölu

1. júlí 2021

Svartir ruslapokar hættir í sölu

Sölu á svörtum ruslapokum hefur nú verið hætt í Krónunni en glærir ruslapokar koma þeirra í stað.

30. júní 2021

8,3 milljónir til Unicef

29. júní 2021

Krónan hlýtur Fjörusteininn

21. maí 2021

Umhverfisvænar kerrur

25. febrúar 2021

Nýir stjórnendur hjá Krónunni

22. febrúar 2021

Matarbúrið i Flatahrauni

29. janúar 2021

Takk Krónu vinir

7. desember 2020

Allar Krónuverslanir nú Svansvottaðar

17. nóvember 2020

12 milljónir í styrki

7. febrúar 2020

Krónan endurvinnur nú allt plast úr rekstri sínum

4. febrúar 2020

Rúmlega þrjár milljónir færri plastpokar hjá Krónunni á hálfu ári