12. febrúar 2025
Á dögunum hlaut Krónan á Granda viðurkenningu Reykjavik Grapevine sem besta matvörubúðin!
Er þetta í 9. skiptið sem Krónan hneppir titilinn og í sjö skipti hefur það verið Krónan á Granda. Við erum stolt og meyr yfir þessari frábæru nafnbót!👏
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.
17. janúar 2025
Áttunda árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.