23. október 2024
Síðustu helgi héldum við í fyrsta skipti í Krónunni Lindum Skelfikerið, graskersútskurðarkeppni Krónunnar. Voru 40 þátttakendur skráðir strax ljóst að keppnin var mikil og hörð.
Á laugardaginn mætti dómnefnd Skelfikersins í Lindir og tók út listaverkin en hana skipuðu þau Fanney Kim, gæðastjóri ávaxta og grænmetisdeildar, Anthony Bacigalupo, listamaður og þáttastjórnendur hlaðvarpsins Bragðheima, Eva Sigrún og Sólveig Einars. Að því loknu voru úrslitin ljós:
1. sæti - Alexandra Rán
2. sæti - Edda Pétursdóttir
3. sæti - Unda Brauna
Frumlegasta graskerið - Samúel Már.
Óskum við sigurvegurum innilega til hamingju með skelfilegu listaverkin sín.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.
1. október 2024
Matarbúrið verður í stærstu verslunum Krónunnar næstu sex vikurnar.
19. september 2024
Krónuhjólamótið var nú haldið í sjötta sinn með Tind og Hjólaskólanum.
13. september 2024
Bændamarkaður í verslunum Krónunnar um land allt kemst á fullt nú um helgina með fjölbreyttu úrvali fersku og ópökkuðu grænmeti beint frá býli íslenskra garðyrkjubænda hvaðanæva að á landinu. Mundu eftir pokanum!