23. október 2024
Síðustu helgi héldum við í fyrsta skipti í Krónunni Lindum Skelfikerið, graskersútskurðarkeppni Krónunnar. Voru 40 þátttakendur skráðir strax ljóst að keppnin var mikil og hörð.
Á laugardaginn mætti dómnefnd Skelfikersins í Lindir og tók út listaverkin en hana skipuðu þau Fanney Kim, gæðastjóri ávaxta og grænmetisdeildar, Anthony Bacigalupo, listamaður og þáttastjórnendur hlaðvarpsins Bragðheima, Eva Sigrún og Sólveig Einars. Að því loknu voru úrslitin ljós:
1. sæti - Alexandra Rán
2. sæti - Edda Pétursdóttir
3. sæti - Unda Brauna
Frumlegasta graskerið - Samúel Már.
Óskum við sigurvegurum innilega til hamingju með skelfilegu listaverkin sín.
21. mars 2025
Í ár vildum við koma efni sjálfbærniskýrslu Krónunnar út til viðskiptavina með öðrum hætti en áður.
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.