
23. október 2024
Skelfilegasta grasker landsins valið!
Síðustu helgi héldum við í fyrsta skipti í Krónunni Lindum Skelfikerið, graskersútskurðarkeppni Krónunnar. Voru 40 þátttakendur skráðir strax ljóst að keppnin var mikil og hörð.
Á laugardaginn mætti dómnefnd Skelfikersins í Lindir og tók út listaverkin en hana skipuðu þau Fanney Kim, gæðastjóri ávaxta og grænmetisdeildar, Anthony Bacigalupo, listamaður og þáttastjórnendur hlaðvarpsins Bragðheima, Eva Sigrún og Sólveig Einars. Að því loknu voru úrslitin ljós:
1. sæti - Alexandra Rán
2. sæti - Edda Pétursdóttir
3. sæti - Unda Brauna
Frumlegasta graskerið - Samúel Már.
Óskum við sigurvegurum innilega til hamingju með skelfilegu listaverkin sín.
17. janúar 2025
Áttunda árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.