17. janúar 2025
Áttunda árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.
Krónan hlaut hæstu einkunn meðal verslana á matvörumarkaði með marktækum mun. Við erum gríðarlega stolt af okkar starfsfólki sem vinnur statt og stöðugt að því að skapa ánægju meðal viðskiptavina og þannig setja þá ávallt í fyrsta sæti.
Takk kæru Krónuvinir, ánægjan er öll okkar!💛
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.
23. desember 2024
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að taka á móti ykkur í Krónunni á nýju ári.