
19. júní 2025
Bergið Headspace hlýtur 1,5 milljón frá Krónunni og viðskiptavinum
Viðskiptavinir Krónunnar söfnuðu 750 þúsundum krónum í söfnun fyrir stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið Headspace sem fór fram í verslunum Krónunnar dagana 28. og 29. maí. Þá bauðst viðskiptavinum Krónunnar að bæta 500 krónum eða meira við innkaup sín í lokaskrefi greiðslu á sjálfsafgreiðslukössum verslana um allt land. Krónan jafnaði framlag viðskiptavina og hlýtur Bergið því 1,5 milljón krónur sem renna óskertar í starf Bergsins sem miðar að því að veita ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í samfélaginu. Söfnunin var tilkomin vegna ísfötuáskorunar á TikTok sem var ætlað að minna á mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu.
Um Bergið Headspace
Bergið Headspace hefur frá árinu 2019 veitt ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára ókeypis ráðgjöf án tilvísunar. Um er að ræða svokallaða lágþröskuldaþjónustu þar sem stuðningur, ráðgjöf og fræðsla er veitt á forsendum unga fólksins. Ráðgjöfin nær til málefna eins og geðheilsu, náms, sjálfsmyndar og félagslegra tengsla. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem óskar eftir aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.
19. júní 2025
Krónan gefur í á Vesturlandi.
19. júní 2025
Heimsendingarþjónusta Krónunnar hefur nú útvíkkað um Austurland.