27. ágúst 2025
Krónan og Pikkoló í samstarf um afhendingar í Snjallverslun
Samstarfið gefur viðskiptavinum Krónunnar, sem panta í gegnum Snjallverslun, möguleika á að sækja pantanir sínar í afhendingarstöðvar Pikkoló allan sólarhringinn.
Stöðvarnar eru staðsettar í Vatnsmýri, Háaleiti og við Hlemm í Reykjavík, auk Hæðasmára í Kópavogi og hyggst Pikkoló opna fleiri slíkar stöðvar á næstunni með það að markmiði að fleiri geti nýtt sér þjónustu Pikkoló í sínu nærumhverfi.
„Við sjáum mikil tækifæri í samstarfinu við Pikkoló, sem hefur gjörbreytt leiknum með því að auðvelda neytendum að nálgast mat- og dagvöru í nærumhverfi sínu með snjallari og umhverfisvænni hætti,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
„Með þessu bætast við þjónustu okkar fjórar afhendingarstöðvar sem er frábært því við finnum að eftirspurnin eftir sveigjanleikanum sem í þessu felst er svo sannarlega til staðar. Það er okkar draumur að íbúar á landsbyggðinni fái einnig að njóta sömu þjónustu í framtíðinni og þar með fá betra aðgengi að matvöru á samkeppnishæfu verði.“
Að sögn Rögnu M. Guðmundsdóttur, annars stofnanda og framkvæmdastjóra Pikkoló, eru afhendingarstöðvar Pikkoló staðsettar með það í huga að auðvelda fólki að nálgast matarsendingar, svo sem við stærri vinnustaði og þétta íbúakjarna, og þannig spara fólki bílferð í matvörubúð á háannatíma.
„Krónan hefur verið í fararbroddi þegar kemur að notkun snjallra lausna til að þjónusta viðskiptavini sína enn betur og verður gaman að fylgjast með þróun samstarfsins og sjá hvort það leiði okkur út fyrir höfuðborgarsvæðið. Kerfi Pikkoló eru hönnuð með það í huga að lágmarka óþarfa dreifingu matvara með því að samnýta sendingar á stöðvarnar og á sama tíma leitast við að útrýma röðum og bið í verslunum,“ segir Ragna.
„Frá því að við opnuðum fyrstu afhendingarstöðina okkar við Grósku fyrir tveimur árum, hefur Pikkoló sparað þúsundum notenda sporin og bjóðum við því viðskiptavini Krónunnar velkomna í hóp ánægðra notenda Pikkoló“
9. október 2025
Krónan styrkir söfnun UNICEF fyrir börn á Gaza
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza....
6. október 2025
Þá er uppáhalds Bændamarkaðurinn okkar búinn í bili Fimm helgar, 26 verslanir og um 145 tonn seld af umbúðarlausu, íslensku grænmeti - beint frá bónda!
8. september 2025
Það var sannkölluð gleðisprengja þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram við Perluna á sl. laugardag!🎉
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is