Rauðhóll

15. desember 2023

Krónan gefur leikskólanum Rauðhól bambahús

Vikan byrjaði á besta máta hjá okkur í Krónunni þegar við afhentum leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti bambahús að gjöf við skemmtilega athöfn!

Bambahús eru gróðurhús sem eru byggð úr endurunnum efnum. Í bambahúsi er hægt að rækta bæði grænmeti og ávexti allan ársins hring. Með því að gefa leikskólum í nærumhverfi Krónunnar bambahús læra börnin um umhverfismál, matvæli og hringrás lífsins á skemmtilegan hátt. Bambahúsin eru íslensk hugvit sem standa fyrir verðmætasköpun, sjálfbærni og fræðslu.

Leikskólinn hlaut bambahúsið eftir að hafa sótt um samfélagsstyrk Krónunnar fyrir slíku húsi og var því Rauðhóll einn af styrkþegum í ár. Krakkarnir gæddu sér á mandarínum, sungu jólalög og fylgdust spennt með þegar bambahúsinu var komið fyrir á leikskólalóðinni. Krónan og Bambahús eiga í góðu samstarfi sem við hlökkum til að segja betur frá.

Fallback alt
Fallback alt
Fallback alt