1. desember 2022
Krónan opnar nýja verslun á Akureyri
Ný og glæsileg verslun okkar að Tryggvabraut 8 á Akureyri opnaði fimmtudaginn 1. desember. Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum.
Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá rétti frá þessum margrómaða veitingastað. Jafnframt mun hin vinsæla keðja Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum.
Þá geta Akureyringar frá fyrsta degi nýtt Skannað og skundað, þar sem hægt er að skanna vörur með símanum og greiða fyrir í appi. Krónan mun einnig styðja við umhverfisvænan lífsstíl Akureyringa og bjóða umbúðalausar lausnir eins og þurrvörubar, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylla á eigin ílát. Frá áramótum verður jafnframt í boði að fá vörur Krónunnar heimsendar.
Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar að Tryggvabraut þar sem á fimmta tug starfsfólks mun starfa. Krónan fagnar opnuninni á Akureyri með margvíslegum hætti næstu daga og verður meðal annars boðið upp á fjölda opnunartilboða af þessu tilefni.
Opnunartími er frá 9-21 alla daga
Grænu innkaupakerrurnar úr endurunnu plasti úr sjónum prýða verslunina
Umhverfisvænt CO2 vélakerfi keyrir alla kæla og frysta
Verslunin er Svansvottuð
Þurrvöru og sápubar


13. október 2025
Samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla hefur verið haldið árlega frá árinu 2020.
13. október 2025
Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fimmta sinn, við athöfn sem haldin var föstudaginn 10. október sl.
9. október 2025
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza.
6. október 2025
Þá er uppáhalds Bændamarkaðurinn okkar búinn í bili Fimm helgar, 26 verslanir og um 145 tonn seld af umbúðarlausu, íslensku grænmeti - beint frá bónda!
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is