Krónan Akureyri - yfirlitsmynd

1. desember 2022

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

Ný og glæsileg verslun okkar að Tryggvabraut 8 á Akureyri opnaði fimmtudaginn 1. desember. Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum.

Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá rétti frá þessum margrómaða veitingastað. Jafnframt mun hin vinsæla keðja Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum.  
 
Þá geta Akureyringar frá fyrsta degi nýtt Skannað og skundað, þar sem hægt er að skanna vörur með símanum og greiða fyrir í appi. Krónan mun einnig styðja við umhverfisvænan lífsstíl Akureyringa og bjóða umbúðalausar lausnir eins og þurrvörubar, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylla á eigin ílát. Frá áramótum verður jafnframt í boði að fá vörur Krónunnar heimsendar.

Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar að Tryggvabraut þar sem á fimmta tug starfsfólks mun starfa. Krónan fagnar opnuninni á Akureyri með margvíslegum hætti næstu daga og verður meðal annars boðið upp á fjölda opnunartilboða af þessu tilefni. 

  • Opnunartími er frá 9-21 alla daga

  • Grænu innkaupakerrurnar úr endurunnu plasti úr sjónum prýða verslunina

  • Umhverfisvænt CO2 vélakerfi keyrir alla kæla og frysta

  • Verslunin er Svansvottuð

  • Þurrvöru og sápubar

Krónan Akureyri - framhlið
Starfsfólk Krónunnar opnun á Akureyri
Taupokar eignast framhaldslíf

17. maí 2023

Taupokar eignast framhaldslíf

Við þökkum frábærar viðtökur á Taktu poka - skildu eftir poka verkefninu sem við frumsýndum á Hönnunarmars í maí 2023. Markmið verkefnisins var að vekja athygli á deilihagkerfinu okkar Taktu poka - skildu eftir poka....

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

27. apríl 2023

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

Krónan tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem verður haldinn sunnudaginn 30. apríl. Allir mega skipuleggja viðburði í sínu nær samfélagi og hvetja aðra til þess sama.

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

26. apríl 2023

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

Aðgangur á sýninguna er ókeypis en takmarkaður fjöldi áhorfenda kemst að hverju sinni og verkið verður aðeins sýnt 10 sinnum.

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

3. apríl 2023

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

Krónan er stolt að kynna nýjan svaladrykk sem á uppruna sinn í skólaverkefni nemenda við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Drykkurinn LímonÆði fór í sölu í verslun Krónunnar að Akrabraut í Garðabæ þann 27. mars síðastliðinn.

Fyrsta grænmetis páskaeggið

1. apríl 2023

Fyrsta grænmetis páskaeggið

Krónan tilkynnti í dag nýjung á páskaeggjamarkaðinum sem viðskiptavinir verslunarinnar geta nú fest kaup á.

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

Krónan hefur átt farsælt samstarf við Breiðablik síðustu ár og verður engin breyting á því.

Krónan færði hælisleitum páskaegg

29. mars 2023

Krónan færði hælisleitum páskaegg

Krónan kom færandi hendi til hjálparsamtakana Get together og færði hælisleitendum páskaegg sem vakti mikla lukku.

22. mars 2023

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

13. janúar 2023

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

13. janúar 2023

Prime er komið aftur - UPPSELT!

21. desember 2022

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

21. desember 2022

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

30. nóvember 2022

Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

21. nóvember 2022

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

17. nóvember 2022

Stórglæsilegar breytingar í Mosfellsbæ

14. nóvember 2022

Innköllun á Grön Balance sólblómafræjum

24. október 2022

Krónan tilnefnd til Fjöreggsins

12. október 2022

Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022