
12. október 2022
Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022
Í dag afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Krónunni viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni „Jafnrétti er ákvörðun“.
Viðurkenninguna hljóta þau félög sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar. Tilgangur verkefnisins er jafnframt að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir. Við erum innilega þakklát og stolt fyrir viðurkenninguna enda eru jafnréttismál okkur hjartans mál.
Á hverju ári gerum við ráð fyrir fræðslu um jafnréttismál fyrir starfsfólk okkar. Krónan vinnur líka að því að veita starfsfólki sveigjanlegan vinnutíma til að auðvelda samþættingu fjölskyldulífs og vinnu.
Við leggjum áherslu á að öllum líði vel í okkar starfsumhverfi, enda vinnan stór og mikilvægur hluti af lífi fólks. 💛


8. febrúar 2023
Við erum auðmjúk og stolt af því að hljóta viðurkenninguna Besta íslenska vörumerkið 2022!

13. janúar 2023
Krónan hlaut í morgun viðurkenningu Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2022. Ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem mæld er reglulega yfir árið og hlaut Krónan hæstu einkunn meðal matvörurverslana.

13. janúar 2023
Íþróttadrykkurinn PRIME kemur aftur í sölu í öllum verslunum föstudaginn 13. janúar.

21. desember 2022
Alls söfnuðust 10 milljónir í jólastyrkjasöfnun Krónunnar þetta árið, sem veittar eru í formi rúmlega 450 gjafakorta.