9. júlí 2024
„Við erum gífurlega spennt að geta tekið á móti viðskiptavinum okkar á nýjan leik hér í Grafarholtinu eftir miklar breytingar. Við höfum unnið hörðum höndum að því síðastliðnar vikur að uppfæra verslunina en við höfum meðal annars skipt um öll gólfefni og hillukerfi og innleitt umhverfisvæn kæli- og frystitæki. Allar merkingar eru nýjar ásamt því að betra skipulag inni í verslun býður upp á þægilegra flæði fyrir viðskiptavini okkar sem koma víðs vegar að úr Grafarholti og nágrenni,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
Í þessu sambandi nefnir Guðrún einnig að það fyrsta sem taki við viðskiptavinum sé glæsileg og stærri ávaxta- og grænmetisdeild þar sem ferskleikinn er í fyrirrúmi. Einnig hefur brauðdeildin fengið meira og betra rými ásamt því að boðið verður upp á meira úrval af fersku kjöti, fiski og tilbúnum réttum til að mæta betur þörfum og ákalli viðskiptavina.
„Við lögðum í hönnunarferlinu mikla áherslu á gott skipulag, yfirsýn og rýmistilfinningu. Við höfum horft til þessa þátta í öðrum verslunum sem hafa verið teknar í gegn á síðastliðnum árum við góðar undirtektir viðskiptavina okkar. Við viljum að verslunin taki vel á móti viðskiptavinum og að fólk njóti þess að versla hjá okkur en þar eru bæði stór atriði sem smá sem þarf að huga að til að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina. Við eigum frábæran hóp viðskiptavina í Grafarholti og nágrenni og við hlökkum til að taka á móti þeim á nýjan leik í uppfærðri og fallegri verslun,“ segir Guðrún.
Rekstur matvörubúðar í verslunarrýminu við Þjóðhildarstíg 2 í Grafarholti á sér 20 ára sögu eða frá því að verslun Nóatúns tók þar til starfa árið 2004. Tíu árum síðar opnaði Krónan dyr sínar í þessu sama verslunarrými sem hefur nú verið endurnýjað frá grunni í takti við sambærilegar breytingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum í öðrum verslunum Krónunnar.
„Við erum með 26 verslanir víðsvegar um landið og horfum til þess að endurnýja eldri verslanir á komandi árum. Það er ákveðin endurnýjunarþörf til staðar hvað varðar búnað og fleira. Endurnýjun verslana er einnig mikilvæg til að mæta kröfum nútímans og fjölbreyttum væntingum viðskiptavina. Við höfum sett okkur háleit markmið á okkar sjálfbærnivegferð ásamt því að vera leiðandi í stafrænum lausnum og tekur endurnýjun mið af því ásamt því að horfa ávallt til jákvæðrar heildarupplifunar viðskiptavina. Þar er að mörgu að huga til að mæta ólíkum þörfum en það er verðugt og jafnframt einstaklega gefandi verkefni sem við í Krónunni brennum fyrir,“ segir Guðrún.
Í tilefni opnunarinnar mun Krónan vera með tilboð á völdum vörum dagana 11. til 14. júlí í verslun Krónunnar á Grafarholti. Auk þess munu viðskiptavinir sem notast við Skannað og skundað í appi Krónunnar fá 5 prósent afslátt af öllum vörum alla opnunarhelgina.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.
23. október 2024
40 keppendur skiluðu inn glæsilegum graskerum og vöktu þau gríðarlega lukku meðal viðskiptavina Krónunnar um helgina.
1. október 2024
Matarbúrið verður í stærstu verslunum Krónunnar næstu sex vikurnar.
19. september 2024
Krónuhjólamótið var nú haldið í sjötta sinn með Tind og Hjólaskólanum.