Jólastyrkur 2022

21. desember 2022

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

Krónan afhenti hjálparsamtökum rúmlega 450 gjafakort á dögunum. Gjafakortin eru afrakstur jólasöfnunar sem fram fór í verslunum Krónunnar á aðventunni, þar sem viðskiptavinum bauðst að styrkja hjálparsamtök í sínu nærsamfélagi sem sjá um matarúthlutanir í aðdraganda jóla. Viðskiptavinir söfnuðu rúmlega 4,6 milljónum króna og lagði Krónan 5,4 milljón krónur á móti þeirri upphæð. Alls söfnuðust því 10 milljónir í jólastyrkjasöfnun Krónunnar þetta árið, sem veittar eru í formi rúmlega 450 gjafakorta.

Söfnunin fór þannig fram að viðskiptavinum bauðst að bæta 500 krónum við innkaupakörfuna í lokaskrefi greiðslu í verslunum Krónunnar, og myndi greiðslan renna til hjálparsamtaka í nærsamfélagi sem styðja þau sem þurfa á mataraðstoð að halda fyrir jólin. Styrkirnir í ár eru sem fyrr segir veittir í formi gjafakorta og styrkþegar velja því sjálfir sína matarkörfu. 

Góðgerðarsamtökin sem hljóta styrk frá viðskiptavinum og Krónunni í ár eru Árnessýslusjóðurinn góði, Jólasjóður Fjarðabyggðar, Landakirkja í Vestmannaeyjum, Mæðrastyrksnefnd Akraness, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Rauðikross Víkursvæðis, Selfosskirkja, Soroptimistafélag Mosfellsbæjar, Stórólfshvolfskirkja, Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis og Velferðarsvið Reykjanesbæjar.

Taupokar eignast framhaldslíf

17. maí 2023

Taupokar eignast framhaldslíf

Við þökkum frábærar viðtökur á Taktu poka - skildu eftir poka verkefninu sem við frumsýndum á Hönnunarmars í maí 2023. Markmið verkefnisins var að vekja athygli á deilihagkerfinu okkar Taktu poka - skildu eftir poka....

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

27. apríl 2023

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

Krónan tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem verður haldinn sunnudaginn 30. apríl. Allir mega skipuleggja viðburði í sínu nær samfélagi og hvetja aðra til þess sama.

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

26. apríl 2023

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

Aðgangur á sýninguna er ókeypis en takmarkaður fjöldi áhorfenda kemst að hverju sinni og verkið verður aðeins sýnt 10 sinnum.

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

3. apríl 2023

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

Krónan er stolt að kynna nýjan svaladrykk sem á uppruna sinn í skólaverkefni nemenda við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Drykkurinn LímonÆði fór í sölu í verslun Krónunnar að Akrabraut í Garðabæ þann 27. mars síðastliðinn.

Fyrsta grænmetis páskaeggið

1. apríl 2023

Fyrsta grænmetis páskaeggið

Krónan tilkynnti í dag nýjung á páskaeggjamarkaðinum sem viðskiptavinir verslunarinnar geta nú fest kaup á.

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

Krónan hefur átt farsælt samstarf við Breiðablik síðustu ár og verður engin breyting á því.

Krónan færði hælisleitum páskaegg

29. mars 2023

Krónan færði hælisleitum páskaegg

Krónan kom færandi hendi til hjálparsamtakana Get together og færði hælisleitendum páskaegg sem vakti mikla lukku.

22. mars 2023

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

13. janúar 2023

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

13. janúar 2023

Prime er komið aftur - UPPSELT!

21. desember 2022

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

1. desember 2022

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

30. nóvember 2022

Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

21. nóvember 2022

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

17. nóvember 2022

Stórglæsilegar breytingar í Mosfellsbæ

14. nóvember 2022

Innköllun á Grön Balance sólblómafræjum

24. október 2022

Krónan tilnefnd til Fjöreggsins

12. október 2022

Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022