28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!👏☺️ Einnig eigum við tvær auglýsingar í kosningu um auglýsingu ársins - val fólksins!
Auglýsingarnar og verkefnin eru:
🎉 “Moldamín” samstarfsverkefni Krónunnar, Meltu og Brandenburg á Hönnunarmars 2024 er tilnefnt í flokkunum “Viðburður” og “Bein markaðssetning”.
🎉 “Allt til jóla” - fallega og hugljúfa jólaauglýsingin okkar sem framleidd var með frábæru teymi Brandenburg og Republik er tilnefnd í flokknum "Langar kvikmyndaðar auglýsingar".
🎉 “Ódýrt” herferðin okkar er tilnefnd sem árangursríkasta herferð ársins (Áran).
🎉”Ódýrt” og “Allt til jóla” eru tilnefndar til auglýsingar ársins í flokknum val fólksins þar sem hægt er að kjósa hér: https://lnkd.in/eR5Pj6qP
Við erum hrikalega stolt af verkefnunum og þakklát fyrir allt það frábæra fólk sem kom að þeim með okkur. Takk!🫶
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.
17. janúar 2025
Áttunda árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.