28. febrúar 2025
Krónan tilnefnd til íslensku markaðsverðlaunanna!
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!👏☺️ Einnig eigum við tvær auglýsingar í kosningu um auglýsingu ársins - val fólksins!
Auglýsingarnar og verkefnin eru:
🎉 “Moldamín” samstarfsverkefni Krónunnar, Meltu og Brandenburg á Hönnunarmars 2024 er tilnefnt í flokkunum “Viðburður” og “Bein markaðssetning”.
🎉 “Allt til jóla” - fallega og hugljúfa jólaauglýsingin okkar sem framleidd var með frábæru teymi Brandenburg og Republik er tilnefnd í flokknum "Langar kvikmyndaðar auglýsingar".
🎉 “Ódýrt” herferðin okkar er tilnefnd sem árangursríkasta herferð ársins (Áran).
🎉”Ódýrt” og “Allt til jóla” eru tilnefndar til auglýsingar ársins í flokknum val fólksins þar sem hægt er að kjósa hér: https://lnkd.in/eR5Pj6qP
Við erum hrikalega stolt af verkefnunum og þakklát fyrir allt það frábæra fólk sem kom að þeim með okkur. Takk!🫶
27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.