10. janúar 2024
Húsvíkingar bætast nú við hóp Norðlendinga sem geta pantað matinn sinn heim í Snjallverslun Krónunnar. Opnað verður fyrir pantanir á Húsavík í dag, fimmtudag og munu fyrstu pantanir berast bæjarbúum mánudaginn 15. janúar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustunni á svæðinu og nú þegar hefur Krónan hafið heimsendingar á Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð.
Spurt og svarað - Snjallverslun Krónunnar
Krónan hefur síðastliðin ár unnið að því að auka við og efla dreifingu Snjallverslunar á landsbyggðinni og hefur nú Norðurland eystra bæst í hóp þeirra landssvæða sem Krónan þjónustar.
„Upplifunin hefur breyst mikið hjá okkar viðskiptavinum á aðeins fáeinum árum með tilkomu fleiri valkosta þegar kemur að því að versla í matinn. Með nýrri tækni getum við hugsað dæmið upp á nýtt og þjónustað landsbyggðina betur með bættu aðgengi að fjölbreyttu vöruúrvali á lágu verði, óháð staðsetningu viðskiptavina. Við erum spennt að sjá hvernig Húsvíkingar taka á móti okkur en vel hefur verið tekið í heimsendingar af íbúum í þeim bæjarfélögum sem nú þegar geta nýtt þjónustuna. Þetta er mikill ávinningur fyrir Krónuna og ekki síst viðskiptavini og stefnum við á enn frekari dreifingu á landsbyggðinni í náinni framtíð,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
Allar pantanir verða teknar saman í verslun Krónunnar á Akureyri og hefur undirbúningur og ferlið í heild gengið afar vel að sögn Bjarka Kristjánssonar, verslunarstjóra Krónunnar á Akureyri.
„Það ríkir mikil spenna meðal íbúa þessa svæðis að fá loks að nýta sér heimsendingu í gegnum Snjallverslun Krónunnar enda hefur lengi verið beðið eftir þessari þjónustu í nágrenni Akureyrar. Við vonum að eftirspurnin verði góð en hún hefur farið fram úr okkar björtustu vonum á þeim svæðum sem Krónan hefur nú þegar hafið heimsendingar, á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. Þjónustunnar er beðið með eftirvæntingu á Húsavík og verður spennandi að sjá hvernig viðtökurnar verða,“ segir Bjarki.
Viðskiptavinir á Norðurlandi eystra og landinu öllu fá fría heimsendingu ef pantað er fyrir 18 þúsund krónur eða meira í Snjallverslun. Hægt er að nálgast Snjallverslun hér á vefnum eða í appinu:
28. nóvember 2024
Við höfum opnað glæsilega og endurbætta verslun okkar á Bíldshöfða.
25. nóvember 2024
Krónan hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
18. nóvember 2024
Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
1. nóvember 2024
Heillakarfan hlaut Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.