8. september 2025
Frábær stemning á Krónuhjólamótinu!
Það var sannkölluð gleðisprengja þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram við Perluna á sl. laugardag!🎉
Alls tóku um 400 kátir krakkar á aldrinum 2–12 ára þátt og sýndu hæfileika sína á allskonar hjólum. Áhorfendur hvöttu krakkana áfram með miklum krafti og var stemmingin frábær!
Yngstu þátttakendurnir, aðeins tveggja ára gamlir, kepptu á sparkhjólum en eldri krakkarnir, 6–12 ára, hjóluðu 2–3 kílómetra hringi í Öskjuhlíðinni – mismunandi fjölda hringja eftir aldri.
Krónuhjólið var á svæðinu með gómsæta ávexti fyrir bæði keppendur og aðstandendur og fengu keppendur glæsilega gjöf að keppni lokinni. BMX brós mættu á svæðið og léku listir sínar með ótrúlegum hætti.
Takk fyrir frábæra þátttöku á þessum krúttlega viðburði!🚴♀️🍎
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.