7 milljónir í samfélagsstyrki

29. október 2021

7 milljónir í samfélagsstyrki

Við höfum nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.  

Í ár bárust 111 umsóknir þar sem 25 þeirra hlutu styrk. Verkefni sem fengu styrk á landsbyggðinni voru 17 talsins og voru verkefnin átta á höfuðborgarsvæðinu. 

Við hjá Krónunni erum afar glöð með fjölda og gæði styrktarumsókna í ár og greinilegt að mikill metnaður er lagður í þau verkefni sem snúa að lýðheilsu og hreyfingu barna og ungmenna, sem og uppbyggingu í okkar nærsamfélagi, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Það er okkur sönn ánægja að leggja þessum aðilum og verkefnum lið í þeirra vegferð. Eins er virkilega gaman að veita nú styrki á Akureyri í fyrsta sinn þar sem við munum opna okkar fyrstu verslun á Norðurlandi á næsta ári.

Opnað verður fyrir umsóknir fyrir næsta styrktarár á heimasíðu Krónunnar 1. maí 2022. Umsóknarfrestur verður til og með 31. ágúst 2022. 

Verkefnin sem hlutu styrk í ár eru: 

 • Muninn kvikmyndagerð á Akranesi, fyrir Jólagleði í Garðalundi. 

 • FVA á Akranesi, fyrir Heilsuviku. 

 • Blakdeild KA á Akureyri, fyrir þjálfaranámskeið til að tækla einelti, samskipti, kvíða og fleira hjá börnum. 

 • KA og KA/Þór á Akureyri, fyrir handknattleiksdeild barna. 

 • Stjarnan í Garðabæ, fyrir handknattleiksdeild barna. 

 • Haukar körfubolti í Hafnarfirði, fyrir körfuboltaþjálfun fatlaðra. 

 • Leiklistarfélag Setbergsskóla í Hafnarfirði, fyrir sýningahald. 

 • Rafíþróttadeild Dímonar á Hvolsvelli, fyrir uppbyggingu á rafíþróttadeild. 

 • Afrekshugur á Hvolsvelli, fyrir afsteypu af styttu Nínu Sæmundsdóttur í miðbæ Hvolsvallar. 

 • HK í Kópavogi, fyrir Krónumót yngri flokka í knattspyrnu. 

 • Frjálsíþróttadeild Aftureldingar í Mosfellsbæ, fyrir kaup á áhöldum og uppbyggingu. 

 • Ólafur Arason á Reyðarfirði, fyrir gróðursetningu á birkiplöntum í reit Skógræktarfélags Reyðarfjarðar. 

 • Hrafnkell Freysgoði á Breiðdalsvík, fyrir sparkvelli. 

 • Heilsueflandi grunnskólar í Reykjanesbæ, fyrir Sterkari út í lífið. 

 • Heiðarskóli í Reykjanesbæ, fyrir uppbyggingu á útikennslusvæði í Gryfjunni. 

 • Fram í Reykjavík, fyrir handknattleiksdeild barna. 

 • Listhlaupadeild Fjölnis í Reykjavík, fyrir kaup á búnaði og þjálfaranámskeið. 

 • Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi, fyrir búnaði og uppbyggingu. 

 • Dansakademían á Selfossi, fyrir fyrstu nemendasýningu nýs dansskóla. 

 • Sundfélag ÍBV í Vestmannaeyjum, fyrir sunddeild barna. 

 • Listasmiðja náttúrunnar í Vestmannaeyjum, fyrir myndlistarnámskeið barna þar sem áhersla er lögð á sköpun sem er samtvinnuð við náttúru og útiveru. 

 • Foreldrafélag leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn, fyrir kaup á Bambahúsi til að rækta grænmeti. 

 • Ægir í Þorlákshöfn fyrir knattspyrnudeild barna. 

 • Björgunarsveitin Víkverji í Vík, fyrir uppbyggingu. 

 • Tindur í Reykjavík, fyrir Krónu sparkhjólamót barna. 

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

13. janúar 2023

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

Krónan hlaut í morgun viðurkenningu Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2022. Ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem mæld er reglulega yfir árið og hlaut Krónan hæstu einkunn meðal matvörurverslana. ...

Prime er komið aftur - UPPSELT!

13. janúar 2023

Prime er komið aftur - UPPSELT!

Íþróttadrykkurinn PRIME kemur aftur í sölu í öllum verslunum föstudaginn 13. janúar.

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

21. desember 2022

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

Alls söfnuðust 10 milljónir í jólastyrkjasöfnun Krónunnar þetta árið, sem veittar eru í formi rúmlega 450 gjafakorta.

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

21. desember 2022

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

Yfir þúsund manns tóku þátt í leynivinaleik Krónunnar sem stóð yfir í 10 daga á aðventunni, sem gerir leikinn þann stærsta í Íslandssögunni.

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

1. desember 2022

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

Ný og glæsileg verslun okkar að Tryggvabraut 8 á Akureyri opnaði fimmtudaginn 1. desember. Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum.

Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

30. nóvember 2022

Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

Krónan og Rio Tinto hljóta Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

21. nóvember 2022

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

Krónan hefur opnað þurrvörubar í verslun sinni í Skeifunni. Þurrvörubarinn er ný viðbót inn í umbúðalausar lausnir Krónunnar þar sem markmiðið er að styðja enn betur við vistvænni neysluhætti viðskiptavina. 

17. nóvember 2022

Stórglæsilegar breytingar í Mosfellsbæ

14. nóvember 2022

Innköllun á Grön Balance sólblómafræjum

24. október 2022

Krónan tilnefnd til Fjöreggsins

12. október 2022

Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022

12. september 2022

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina

24. ágúst 2022

Krónan frystir vöruverð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni

8. júlí 2022

Ný og glæsileg verslun í Skeifunni

28. apríl 2022

15 milljónir til Úkraínu

31. mars 2022

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

24. janúar 2022

Takk – fimmta árið í röð

22. febrúar 2021

Matarbúrið i Flatahrauni

29. janúar 2021

Takk Krónu vinir