
1. maí 2025
Skapandi samstarf á Fruitful Futures ii í Krónunni
Í samstarfi við nemendur LHÍ settum við upp hönnunarsýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda. Nemendur í vöruhönnun tóku Krónuna fyrir í áfanganum Hönnun og menning, þar sem þau skoðuðu matvælakerfið, framtíðina og tækniþróun.
Nemendur sýndu verkin sín í Krónunni Granda helgina 5.-6. apríl sl. og mátti þar finna vélmenni fyrir aldraða, bleikt kjöt og ilm- og hljóðsturtu á meðal hefðbundinnar matvöru. Við fögnuðum opnun sýningarinnar með góðu partíi - léttum veitingum og lifandi tónlist!
Við í Krónunni þökkum kærlega fyrir HönnunarMars í ár og erum þakklát fyrir að eiga í frábæru samstarfi við skapandi samstarfsaðila sem er stór þáttur í þróun og vegferð Krónunnar. 💛🫶








20. maí 2025
Vel heppnað Krónuhjólamót 18. maí sl. í samstarfi við HFA og Akureyrardætur
16. maí 2025
Ítalía er matarkista Evrópu og því vel við hæfi að bjóða Krónuvinum í ítalska veislu í Krónunni í maí.
13. maí 2025
Hjólamót fyrir hressa krakka á aldrinum 2-12 ára
22. apríl 2025
Við erum að fara í endurbætur á Krónunni Vallakór og verður versluninni lokað á meðan, frá og með fimmtudegi 24. apríl.