29. sept. er Alþjóðlegi dagurinn gegn matarsóun!

29. september 2023

29. sept. er Alþjóðlegi dagurinn gegn matarsóun!

Samkvæmt Matvælaáætlun Sameinuðu Þjóðanna er einum þriðja af matvælum hent árlega. Í dag er Alþjóðlegi dagur gegn matarsóun, en tilgangur dagsins er að auka meðvitund um umfang matarsóunar og mikilvægi aðgerða meðal matvælaframleiðanda, smásala og neytenda til að minnka matarsóun. Þó matarsóun eigi sér stað að mestu leyti á heimilum fólks er mikilvægt að allir aðilar taki höndum saman. Að sporna gegn matarsóun er eitt mikilvægasta skrefið sem við í Krónunni tökum með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða.

Í tilefni dagsins kortlögðum við aðfangakeðjuna og hvernig við spornum gegn matarsóun í hverju skrefi.

Fallback alt
Fallback alt
Fallback alt

Bjargað matvælum í sameiningu í gegnum Síðasta séns!

Við minnum viðskiptavini reglulega á Síðasta séns verkefnið okkar, þar sem viðskiptavinum gefst tækifæri á að kaupa aðeins þreyttari ferskvörur fyrir lægra verð – allt niður í 99 krónur. Í fyrra náðum við að bjarga 95% af ferskvörum í gegnum Síðasta séns, vörum sem fyrir nokkrum árum hefði verið hent. Fyrir tveimur árum var það í 65%. Kaup viðskiptavina í gegnum Síðasta séns eru fjórðu mest seldu matvælin í Krónunni, á eftir bönunum, mjólk og agúrku.

Fallback alt

Hér koma nokkur ráð til að sporna gegn matarsóun

1.     Skrifaðu innkaupalista. Farðu yfir það sem er til nú þegar í ísskápnum, og bættu við til að skapað úr þeim máltíðir. Gott er að áætla þrjár til fjórar kvöldmáltíðir á viku en nýta svo afganga aðra daga.

2.     Ekki kaupa meira en þú þarft. Nýttu þér innviði eins og þurrvörubarinn og mjólkursjálfssalann til að taka það magn sem þú þarft.

3.     Hrist úr frysti. Veldu einn dag í viku þar sem þú týnir til það sem þú hefur skellt í frysti síðustu daga eða vikur. Afgangar, brauð, hakk, kryddjurtir eða sýrður rjómi – þú átt meira en þú heldur. Nýttu á pítsu, í súpu, kássur eða sósur.

4.     Nýttu það sem keypt er. Borðaðu stiklana af brokkolíinu og skelltu endanum af ostinum í matvinnsluvél.

5.     Taktu reglulega allt úr ísskápnum og raðaðu upp á nýtt. Hafðu opnar umbúðir fremst, í augnhæð og hafði sömu matvöruflokka saman. Þannig ert þú meðvitaðari um það sem til er og gefur þér hugmyndir að máltíðum.

Meiri fræðslu og ráð má sjá á heimasíðu Saman gegn sóun.

Nýtt samstarf með Hrefnu Sætran

1. desember 2023

Nýtt samstarf með Hrefnu Sætran

Í eldhúsinu með Hrefnu Sætran er mætt í verslanir!...

Styrkjum saman gott málefni í þínu nærumhverfi fyrir jólin

27. nóvember 2023

Styrkjum saman gott málefni í þínu nærumhverfi fyrir jólin

Söfnun fyrir jólastyrk Krónunnar er hafin.

Umbúðalausar lausnir í Evrópsku nýtnivikunni

21. nóvember 2023

Umbúðalausar lausnir í Evrópsku nýtnivikunni

Dagana 18.-24. nóvember er Nýtnivikan, en hún er samevrópskt átak sem hvetur fólk til að draga úr óþarfa neyslu. Yfirskrift vikunnar í ár er Höfum það umbúðalaust, en markmiðið er að fá sem flesta í samfélaginu til að draga úr notkun einnota umbúða.

Gleðilega umhverfisvæna Hrekkjavöku!

26. október 2023

Gleðilega umhverfisvæna Hrekkjavöku!

Á hverju ári virðist hrekkjavakan ryðja sér frekar til rúms hérlendis en Krónan tekur þátt í gleðinni með tilheyrandi stemningu í verslunum og góðu vöruúrvali. Við viljum minna Krónuvini okkar á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir og á meðan Hrekkjavöku stendur.

Magnaðar móttökur á Grandanum

26. september 2023

Magnaðar móttökur á Grandanum

Ótrúlega gaman að taka á móti öllum okkar frábæru viðskiptavinum um helgina þegar við enduropnuðum Krónuna á Granda.

Krúttlegasta Krónumótið haldið í fimmta sinn

11. september 2023

Krúttlegasta Krónumótið haldið í fimmta sinn

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina. Um 300 kátir krakkar á aldrinum þriggja til tólf ára spændu um brautirnar í Öskjuhlíðinni og stóðu sig ótrúlega vel!

Matarbúrið hefst 2. september!

1. september 2023

Matarbúrið hefst 2. september!

Allt frá karamellupoppi til sítrónukáls yfir í viskísinnep og súkkulaðibombur. Í Matarbúrinu má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ. Á morgun, 2. september, hefst Matarbúrið í stærstu verslunum Krónunnar.

25. ágúst 2023

Bændamarkaður Krónunnar næstu helgar!

9. ágúst 2023

Krónan fagnar fjölbreytileikanum með öllum litum regnbogans!

8. ágúst 2023

Glæsileg verslun Krónunnar á Granda opnar um miðjan september

17. maí 2023

Taupokar eignast framhaldslíf

27. apríl 2023

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

26. apríl 2023

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

3. apríl 2023

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

1. apríl 2023

Fyrsta grænmetis páskaeggið

31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

29. mars 2023

Krónan færði hælisleitum páskaegg

22. mars 2023

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

Krónu karfan

© 2023

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Fax: 559 3001

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur