29. sept. er Alþjóðlegi dagurinn gegn matarsóun!

29. september 2023

29. sept. er Alþjóðlegi dagurinn gegn matarsóun!

Samkvæmt Matvælaáætlun Sameinuðu Þjóðanna er einum þriðja af matvælum hent árlega. Í dag er Alþjóðlegi dagur gegn matarsóun, en tilgangur dagsins er að auka meðvitund um umfang matarsóunar og mikilvægi aðgerða meðal matvælaframleiðanda, smásala og neytenda til að minnka matarsóun. Þó matarsóun eigi sér stað að mestu leyti á heimilum fólks er mikilvægt að allir aðilar taki höndum saman. Að sporna gegn matarsóun er eitt mikilvægasta skrefið sem við í Krónunni tökum með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða.

Í tilefni dagsins kortlögðum við aðfangakeðjuna og hvernig við spornum gegn matarsóun í hverju skrefi.

Fallback alt
Fallback alt
Fallback alt

Bjargað matvælum í sameiningu í gegnum Síðasta séns!

Við minnum viðskiptavini reglulega á Síðasta séns verkefnið okkar, þar sem viðskiptavinum gefst tækifæri á að kaupa aðeins þreyttari ferskvörur fyrir lægra verð – allt niður í 99 krónur. Í fyrra náðum við að bjarga 95% af ferskvörum í gegnum Síðasta séns, vörum sem fyrir nokkrum árum hefði verið hent. Fyrir tveimur árum var það í 65%. Kaup viðskiptavina í gegnum Síðasta séns eru fjórðu mest seldu matvælin í Krónunni, á eftir bönunum, mjólk og agúrku.

Fallback alt

Hér koma nokkur ráð til að sporna gegn matarsóun

1.     Skrifaðu innkaupalista. Farðu yfir það sem er til nú þegar í ísskápnum, og bættu við til að skapað úr þeim máltíðir. Gott er að áætla þrjár til fjórar kvöldmáltíðir á viku en nýta svo afganga aðra daga.

2.     Ekki kaupa meira en þú þarft. Nýttu þér innviði eins og þurrvörubarinn og mjólkursjálfssalann til að taka það magn sem þú þarft.

3.     Hrist úr frysti. Veldu einn dag í viku þar sem þú týnir til það sem þú hefur skellt í frysti síðustu daga eða vikur. Afgangar, brauð, hakk, kryddjurtir eða sýrður rjómi – þú átt meira en þú heldur. Nýttu á pítsu, í súpu, kássur eða sósur.

4.     Nýttu það sem keypt er. Borðaðu stiklana af brokkolíinu og skelltu endanum af ostinum í matvinnsluvél.

5.     Taktu reglulega allt úr ísskápnum og raðaðu upp á nýtt. Hafðu opnar umbúðir fremst, í augnhæð og hafði sömu matvöruflokka saman. Þannig ert þú meðvitaðari um það sem til er og gefur þér hugmyndir að máltíðum.

Meiri fræðslu og ráð má sjá á heimasíðu Saman gegn sóun.