Krónan endurvinnur nú allt plast úr rekstri sínum

7. febrúar 2020

Krónan endurvinnur nú allt plast úr rekstri sínum

Krónan hefur hafið samstarf við Pure North til að tryggja að allt það plast sem fellur til í rekstri fyrirtækisins verði endurunnið. Tilgangur samstarfsins er að enduvinna plast á sem umhverfisvænastan hátt í samræmi við átaksverkefnið Þjóðþrif.

Þjóðþrif

TÖKUM ÁBYRGÐ
ENDURVINNUM PLAST Á ÍSLANDI OG FÆKKUM UM LEIÐ SÓTSPORUM. HRINGRÁSARHAGKERFIÐ.

Krónan er með í Þjóðþrifum!

Þjóðþrif er átaksverkefni til að vekja athygli á nauðsyn þess að Íslendingar sem þjóð taki ábyrgð á eigin endurvinnslu og tryggi að endurnýtanleg hráefni verði hluti af hringrásarhagkerfi plasts

Verkefnið eflir samfélagslega ábyrgð, fellur inn í hringrásarhagkerfið og tryggir, með vottuðu ferli, að plastefni séu í raun endurunnin og þ.a.l. ekki urðuð, brennd eða send óunnin til annara landa.

Verkefnið Þjóðþrif er unnið í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna í loftslagsmálum og áætlun ríksstjórnar Íslands í loftlagsmálum og fellur jafnframt inn í markmið Íslands í málefnum plasts.

Um Pure North Recycling

Pure North er eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast og veitir fyrirtækjum vottun um lokafarsa úrgangs (end of waste). Með því að tryggja að plastefni séu endurunnin að fullu hér á landi, ásamt því að tryggja að flutningsleiðir milli uppruna hráefna og endurvinnslu séu sem stystar, fækkar sótsporum og urðun minnkar.

Pure North endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum og er jarðvarminn þar í aðalhlutverki. Í endurvinnslunni er óhreinum plastúrgangi breytt í plastpallettur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum hér á landi og erlendis. Pure North  vinnur með leiðandi fyrirtækjum í umhverfismálum og fyrirmyndum annarra.

Magnaðar móttökur á Grandanum

26. september 2023

Magnaðar móttökur á Grandanum

Ótrúlega gaman að taka á móti öllum okkar frábæru viðskiptavinum um helgina þegar við enduropnuðum Krónuna á Granda....

Krúttlegasta Krónumótið haldið í fimmta sinn

11. september 2023

Krúttlegasta Krónumótið haldið í fimmta sinn

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina. Um 300 kátir krakkar á aldrinum þriggja til tólf ára spændu um brautirnar í Öskjuhlíðinni og stóðu sig ótrúlega vel!

Matarbúrið hefst 2. september!

1. september 2023

Matarbúrið hefst 2. september!

Allt frá karamellupoppi til sítrónukáls yfir í viskísinnep og súkkulaðibombur. Í Matarbúrinu má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ. Á morgun, 2. september, hefst Matarbúrið í stærstu verslunum Krónunnar.

Bændamarkaður Krónunnar næstu helgar!

25. ágúst 2023

Bændamarkaður Krónunnar næstu helgar!

Bændamarkaðurinn, sem við höldum á haustin, er okkur afar mikilvægur en þar stillum við fram nýuppteknu íslensku grænmeti á háuppskerutíma í íslenskum landbúnaði.

Krónan fagnar fjölbreytileikanum með öllum litum regnbogans!

9. ágúst 2023

Krónan fagnar fjölbreytileikanum með öllum litum regnbogans!

Krónan er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga 2023

Glæsileg verslun Krónunnar á Granda opnar um miðjan september

8. ágúst 2023

Glæsileg verslun Krónunnar á Granda opnar um miðjan september

Til stendur að opna glæsilega verslun Krónunnar á Granda um miðjan september.

Taupokar eignast framhaldslíf

17. maí 2023

Taupokar eignast framhaldslíf

Við þökkum frábærar viðtökur á Taktu poka - skildu eftir poka verkefninu sem við frumsýndum á Hönnunarmars í maí 2023. Markmið verkefnisins var að vekja athygli á deilihagkerfinu okkar Taktu poka - skildu eftir poka.

27. apríl 2023

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

26. apríl 2023

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

3. apríl 2023

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

1. apríl 2023

Fyrsta grænmetis páskaeggið

31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

29. mars 2023

Krónan færði hælisleitum páskaegg

22. mars 2023

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

13. janúar 2023

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

13. janúar 2023

Prime er komið aftur - UPPSELT!

21. desember 2022

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

21. desember 2022

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

21. nóvember 2022

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

Krónu karfan

© 2023

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Fax: 559 3001

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur