
7. febrúar 2020
Krónan endurvinnur nú allt plast úr rekstri sínum
Krónan hefur hafið samstarf við Pure North til að tryggja að allt það plast sem fellur til í rekstri fyrirtækisins verði endurunnið. Tilgangur samstarfsins er að enduvinna plast á sem umhverfisvænastan hátt í samræmi við átaksverkefnið Þjóðþrif.
Þjóðþrif
TÖKUM ÁBYRGÐ
ENDURVINNUM PLAST Á ÍSLANDI OG FÆKKUM UM LEIÐ SÓTSPORUM. HRINGRÁSARHAGKERFIÐ.
Krónan er með í Þjóðþrifum!
Þjóðþrif er átaksverkefni til að vekja athygli á nauðsyn þess að Íslendingar sem þjóð taki ábyrgð á eigin endurvinnslu og tryggi að endurnýtanleg hráefni verði hluti af hringrásarhagkerfi plasts
Verkefnið eflir samfélagslega ábyrgð, fellur inn í hringrásarhagkerfið og tryggir, með vottuðu ferli, að plastefni séu í raun endurunnin og þ.a.l. ekki urðuð, brennd eða send óunnin til annara landa.
Verkefnið Þjóðþrif er unnið í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna í loftslagsmálum og áætlun ríksstjórnar Íslands í loftlagsmálum og fellur jafnframt inn í markmið Íslands í málefnum plasts.
Um Pure North Recycling
Pure North er eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast og veitir fyrirtækjum vottun um lokafarsa úrgangs (end of waste). Með því að tryggja að plastefni séu endurunnin að fullu hér á landi, ásamt því að tryggja að flutningsleiðir milli uppruna hráefna og endurvinnslu séu sem stystar, fækkar sótsporum og urðun minnkar.
Pure North endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum og er jarðvarminn þar í aðalhlutverki. Í endurvinnslunni er óhreinum plastúrgangi breytt í plastpallettur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum hér á landi og erlendis. Pure North vinnur með leiðandi fyrirtækjum í umhverfismálum og fyrirmyndum annarra.