10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.
Festi og dótturfélög þess - Krónan, N1, Elko og Lyfja - hafa lagt mikla áherslu á að nýta snjallar lausnir til að bæta enn frekar þjónustu hjá félögum samstæðunnar og einfalda daglegt líf viðskiptavina.
Snjallverslun Krónunnar gerir stórum hluta landsmanna kleift að fá vörur sendar heim sem og að skanna og skunda í verslunum með appinu og sleppa þannig við biðraðir.
Við erum feykilega stolt af þessari viðurkenningu sem er okkur enn meiri hvatning til að halda ótrauð áfram á stafrænni vegferð 💛
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!
21. mars 2025
Í ár vildum við koma efni sjálfbærniskýrslu Krónunnar út til viðskiptavina með öðrum hætti en áður.