
10. febrúar 2025
Festi valið UT-fyrirtæki ársins 2024
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.
Festi og dótturfélög þess - Krónan, N1, Elko og Lyfja - hafa lagt mikla áherslu á að nýta snjallar lausnir til að bæta enn frekar þjónustu hjá félögum samstæðunnar og einfalda daglegt líf viðskiptavina.
Snjallverslun Krónunnar gerir stórum hluta landsmanna kleift að fá vörur sendar heim sem og að skanna og skunda í verslunum með appinu og sleppa þannig við biðraðir.
Við erum feykilega stolt af þessari viðurkenningu sem er okkur enn meiri hvatning til að halda ótrauð áfram á stafrænni vegferð 💛
19. júní 2025
Bergið Headspace miðar að því að veita ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í samfélaginu.
19. júní 2025
Krónan gefur í á Vesturlandi.
19. júní 2025
Heimsendingarþjónusta Krónunnar hefur nú útvíkkað um Austurland.