
30. júní 2021
8,3 milljónir til Unicef
Takk Krónuvinir.
Rúmar 8,3 milljónir króna söfnuðust í fjáröflunarátaki Krónunnar og viðskiptavina okkar, í samstarfi við átak UNICEF á Íslandi – Komum því til skila.
Upphæðin samsvarar dreifingar á 36.280 bóluefnaskömmtum til efnaminni ríkja.
Átakið fór þannig fram að viðskiptavinum var boðið að bæta við 459 krónum við körfuna í verslunum og Snjallverslun Krónunnar. Krónan gaf síðan sömu upphæð í hvert skipti sem viðskiptavinir ákváðu að styrkja.
Á tveimur vikum söfnuðust alls 9.070 styrkir, eða tæpar 4,2 milljónir króna frá viðskiptavinum og sama upphæð frá Krónunni.
Sá samtakamáttur sem við fundum meðal viðskiptavina okkar á þessum tveimur vikum sem fjáröflunarátakið stóð yfir var hreint út sagt magnaður.
Við erum stolt af því að leggja átaki UNICEF á Íslandi lið.


31. mars 2022
Nú seljum við ávexti og grænmeti á stykkjaverði! Þetta gerum við bæði til að auka gagnsæi til viðskiptavina okkar sem vita um leið hvað varan kostar – og til að einfalda innleiðingu á tæknilausnum.

14. mars 2022
Skannað og skundað var valin stafræna lausn ársins 2021 hjá Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).

24. janúar 2022
Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 5. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.

29. október 2021
Við höfum nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.