30. júní 2021
Takk Krónuvinir.
Rúmar 8,3 milljónir króna söfnuðust í fjáröflunarátaki Krónunnar og viðskiptavina okkar, í samstarfi við átak UNICEF á Íslandi – Komum því til skila.
Upphæðin samsvarar dreifingar á 36.280 bóluefnaskömmtum til efnaminni ríkja.
Átakið fór þannig fram að viðskiptavinum var boðið að bæta við 459 krónum við körfuna í verslunum og Snjallverslun Krónunnar. Krónan gaf síðan sömu upphæð í hvert skipti sem viðskiptavinir ákváðu að styrkja.
Á tveimur vikum söfnuðust alls 9.070 styrkir, eða tæpar 4,2 milljónir króna frá viðskiptavinum og sama upphæð frá Krónunni.
Sá samtakamáttur sem við fundum meðal viðskiptavina okkar á þessum tveimur vikum sem fjáröflunarátakið stóð yfir var hreint út sagt magnaður.
Við erum stolt af því að leggja átaki UNICEF á Íslandi lið.
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.