Fallback alt

Minni matarsóun

Eitt mikilvægasta verkefnið okkar er að lágmarka alla matarsóun. Við hendum ekki neysluhæfum mat og því seljum við vörur sem eru komnar „á síðasta séns“ á lægra verði í „Síðasta séns” prógramminu okkar. Ef varan selst heldur ekki á lægra verði bjóðum við viðskiptavinum okkar hana frítt. Það er svo ekki fyrr en varan er orðin óneysluhæf að hún er flokkuð í lífrænan úrgang.

Við hvetjum viðskiptavini til að nýta grænmetið í naglasúpu og þreytta banana í bananabrauð – enda vitum við að þó bananinn virðist þreyttur að utan, er hann enn sætur að innan. Með þessum aðgerðum dróst matarsóun í verslunum okkar saman um rúmlega helming fyrsta árið.

Bananar á síðasta séns

Síðasti séns

Þú finnur vörur á Síðasta séns í öllum verslunum okkar. Athugaðu þó að vöruúrval er mismunandi eftir verslunum og dögum.

Hvað er Síðasti séns?

Síðasti séns er verkefni sem miðar að því að draga úr matarsóun. Við bjóðum vörur á lækkuðu verði í verslunum okkar:

  • ef vörur eiga eftir stuttan líftíma,

  • ef umbúðir vara eru skemmdar,

  • ef vörur eru að hætta í úrvali,

  • ef vörur eru komnar yfir síðasta sölu- eða neysludag en eru þó nýtanlegar.

Þannig færð þú vörur á góðu verði og við hendum minna.

Hversu mikill er afslátturinn?

Afslátturinn er breytilegur, allt frá 25% upp í 50%. Einnig seljum við ávexti og grænmeti sem er orðið þreytt, í magni á 99 krónur.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur