Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

3. apríl 2023

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

Krónan er stolt að kynna nýjan svaladrykk sem á uppruna sinn í skólaverkefni nemenda við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Drykkurinn LímonÆði fór í sölu í verslun Krónunnar að Akrabraut í Garðabæ þann 27. mars síðastliðinn en að baki honum standa Andrija Stojadinovic, Sigurbergur Áki Jörundsson, Rakel María Sindradóttir og Sverrir Konráð Sverrisson. Þau eru öll nemendur við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og er drykkurinn afrakstur nýsköpunaráfanga sem þau sóttu í FG. Þar var þeim gert að vinna viðskiptahugmynd frá grunni og segir Andrija, samskiptastjóri LímonÆðis, að hugmyndin þeirra hafi tekið mikilum breytingum áður en Límonæði leit loksins dagsins ljós.

Við erum mjög ánægð með að geta unnið með ungum frömuðum og hjálpað þeim að taka sín fyrstu skref á matvælamarkaði" segir Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar. „LímonÆði fellur vel að stefnu Krónunnar um holla valkosti fyrir viðskiptavini sem og frábær leið fyrir okkur til að styðja við okkar nærsamfélag. Samstarfið við Andrija, Sigurberg, Rakel og Sverri hefur verið skemmtilegt og aðdáunarvert að sjá hvað það er mikill kraftur í frumkvöðlunum. Við hvetjum Krónuvini til að smakka Límonæði og um leið styðja við bakið á íslensku, hollu hugviti.“

Að sögn Andrija hefur salan gengið vonum framar og að ljóst sé að undirbúningsvinna frumkvöðlanna hafi skilað sínu. „Við erum gríðarlega stolt af LímonÆði og þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur og samstarfið við Krónuna. Það er gaman að sjá hugmyndina manns verða að veruleika og enn ánægjulegra henni skuli vera jafn vel tekið og raun ber vitni. LímonÆði er sérstaklega hannað fyrir íslenskan markað og hentar öllum þeim sem vilja frískandi og um leið hollan svaladrykk,“ segir Andrija.

LímonÆði er svaladrykkur sem er unninn í samstarfið við Ægi brugghús, er ríkur af D-vítamíni, er sykurlaus og framleiddur úr ferskum sítrónum. Límonæði er sérstaklega hannað fyrir íslenska neytendur og er þegar fáanlegt í Krónunni á Akrabraut í Garðabæ.

Taupokar eignast framhaldslíf

17. maí 2023

Taupokar eignast framhaldslíf

Við þökkum frábærar viðtökur á Taktu poka - skildu eftir poka verkefninu sem við frumsýndum á Hönnunarmars í maí 2023. Markmið verkefnisins var að vekja athygli á deilihagkerfinu okkar Taktu poka - skildu eftir poka....

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

27. apríl 2023

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

Krónan tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem verður haldinn sunnudaginn 30. apríl. Allir mega skipuleggja viðburði í sínu nær samfélagi og hvetja aðra til þess sama.

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

26. apríl 2023

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

Aðgangur á sýninguna er ókeypis en takmarkaður fjöldi áhorfenda kemst að hverju sinni og verkið verður aðeins sýnt 10 sinnum.

Fyrsta grænmetis páskaeggið

1. apríl 2023

Fyrsta grænmetis páskaeggið

Krónan tilkynnti í dag nýjung á páskaeggjamarkaðinum sem viðskiptavinir verslunarinnar geta nú fest kaup á.

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

Krónan hefur átt farsælt samstarf við Breiðablik síðustu ár og verður engin breyting á því.

Krónan færði hælisleitum páskaegg

29. mars 2023

Krónan færði hælisleitum páskaegg

Krónan kom færandi hendi til hjálparsamtakana Get together og færði hælisleitendum páskaegg sem vakti mikla lukku.

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

22. mars 2023

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

Samfélagsskýrslan fyrir árið 2022 er komin út. Þar er farið yfir allt sem Krónan gerði í umhverfis- og samfélagsmálum í fyrra og allan þann árangur sem starfsfólk og viðskiptavinir Krónunnar náðu á árinu 2022.

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

13. janúar 2023

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

13. janúar 2023

Prime er komið aftur - UPPSELT!

21. desember 2022

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

21. desember 2022

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

1. desember 2022

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

30. nóvember 2022

Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

21. nóvember 2022

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

17. nóvember 2022

Stórglæsilegar breytingar í Mosfellsbæ

14. nóvember 2022

Innköllun á Grön Balance sólblómafræjum

24. október 2022

Krónan tilnefnd til Fjöreggsins

12. október 2022

Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022