Biti fyrir börnin

Við teljum mikilvægt að leggja okkar af mörkum til málefna er varða lýðheilsu þar sem við sérhæfum okkur í matvöru – þar getum við haft raunveruleg áhrif til góðs. Við getum auðveldað viðskiptavinum okkar að eiga hollari innkaup með auknu og góðu aðgengi að ferskvöru og hollari valkostum. Það er okkur sérstaklega mikilvægt að efla hollustu og lýðheilsu barna og þess vegna er það markmið Styrktarsjóðs Krónunnar að styrkja verkefni sem tengjast íþróttum, hreyfingu og lýðheilsu barna.

Biti fyrir börnin

Það er eflaust fátt sem tekur jafn mikið á taugar foreldra að fara með svöng krútt í matarinnkaupin. Oft veldur það auknu álagi, bæði á börnin og foreldrana og jafnvel hefur þau áhrif að meira er suðað um óhollustu. Í von um að létta líf foreldra og barna eru ávextir í boði fyrir öll börn sem hægt er að japla á meðan fjölskyldan verslar.  

Uppröðun í verslunum

Í Krónunni höfum við tekið meðvitaða ákvörðun um að forgangsraða hollari valkostum innan okkar verslana. Þannig höfum við breytt uppröðun á gosi svo að hollari kostir eins og sódavatn mæti viðskiptavinum á undan sykruðu gosi og hnetur á undan snakki. Eini nammibarinn í Krónunni er í ávaxta og grænmetisdeild þar sem stórir og smáir viðskiptavinir geta valið sér 5 ávexti í poka á gleðilega góðu verði. 

Best núna

Í hverjum mánuði drögum við fram hvað er best í uppskerunni og miðlum til viðskiptavina.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur