
26. september 2023
Magnaðar móttökur á Grandanum
Við erum svakalega stolt af starfsfólkinu okkar sem á stórt hrós skilið fyrir frábæra vinnu í tengslum við enduropnun verslunarinnar! Hún er án efa sú glæsilegasta.
Líkt og í öllum okkar verslunum bjóðum við upp á fjölbreytt vöruúrval á hagstæðu verði í Krónunni á Granda. Við leggjum sérstaka áherslu á að gefa ferskleikanum enn meira rými með stórri og glæsilegri ávaxta- og grænmetisdeild. Einnig svörum við ákalli viðskiptavina um meira úrval af tilbúnum réttum - nú geta viðskiptavinir meðal annars nælt sér í Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere þegar þeir versla á Grandanum!
Lengri opnunartími
Við minnum á lengri opnunartíma á Granda 9-21 alla daga.
Hlökkum til að sjá ykkur!


27. nóvember 2023
Söfnun fyrir jólastyrk Krónunnar er hafin.

21. nóvember 2023
Dagana 18.-24. nóvember er Nýtnivikan, en hún er samevrópskt átak sem hvetur fólk til að draga úr óþarfa neyslu. Yfirskrift vikunnar í ár er Höfum það umbúðalaust, en markmiðið er að fá sem flesta í samfélaginu til að draga úr notkun einnota umbúða.

26. október 2023
Á hverju ári virðist hrekkjavakan ryðja sér frekar til rúms hérlendis en Krónan tekur þátt í gleðinni með tilheyrandi stemningu í verslunum og góðu vöruúrvali. Við viljum minna Krónuvini okkar á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir og á meðan Hrekkjavöku stendur.

29. september 2023
Að sporna gegn matarsóun er eitt mikilvægasta skrefið sem við í Krónunni tökum með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða.

11. september 2023
Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina. Um 300 kátir krakkar á aldrinum þriggja til tólf ára spændu um brautirnar í Öskjuhlíðinni og stóðu sig ótrúlega vel!

1. september 2023
Allt frá karamellupoppi til sítrónukáls yfir í viskísinnep og súkkulaðibombur. Í Matarbúrinu má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ. Á morgun, 2. september, hefst Matarbúrið í stærstu verslunum Krónunnar.