8. ágúst 2024
Loks er komið að einni lítríkustu menningar-, mannréttinda- og margbreytileikahátíð landsins, Hinsegin dögum í Reykjavík en Krónan er einn af stærstu styrktaraðilum hátíðarinnar. Hinsegin dagar eru hátíð alls hinsegin fólks, og verður stútfull dagskrá alla vikuna.
Að venju höldum við upp á hátíðina í verslunum okkar, með framstillingu í öllum litum regnbogans, tileinkum spilunarlista verslana hinsegin tónlistarfólki og bjóðum upp á vöruúrval þar sem ágóði rennur til hinsegin samtaka.
Krónan á Hallveigarstíg fær sérstaklega litríka yfirhalningu og hlökkum við til að taka á móti ykkur þar í góðri stemningu. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að halda upp á hátíðina og fagna fjölbreytileikanum með samveru, góðum mat, gleði og góðmennsku. Gleðilega hátíð!
21. mars 2025
Í ár vildum við koma efni sjálfbærniskýrslu Krónunnar út til viðskiptavina með öðrum hætti en áður.
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.