8. ágúst 2024
Loks er komið að einni lítríkustu menningar-, mannréttinda- og margbreytileikahátíð landsins, Hinsegin dögum í Reykjavík en Krónan er einn af stærstu styrktaraðilum hátíðarinnar. Hinsegin dagar eru hátíð alls hinsegin fólks, og verður stútfull dagskrá alla vikuna.
Að venju höldum við upp á hátíðina í verslunum okkar, með framstillingu í öllum litum regnbogans, tileinkum spilunarlista verslana hinsegin tónlistarfólki og bjóðum upp á vöruúrval þar sem ágóði rennur til hinsegin samtaka.
Krónan á Hallveigarstíg fær sérstaklega litríka yfirhalningu og hlökkum við til að taka á móti ykkur þar í góðri stemningu. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að halda upp á hátíðina og fagna fjölbreytileikanum með samveru, góðum mat, gleði og góðmennsku. Gleðilega hátíð!
1. nóvember 2024
Heillakarfan hlaut Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.
23. október 2024
40 keppendur skiluðu inn glæsilegum graskerum og vöktu þau gríðarlega lukku meðal viðskiptavina Krónunnar um helgina.
1. október 2024
Matarbúrið verður í stærstu verslunum Krónunnar næstu sex vikurnar.