2. mars 2024
Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, var veittur í gær við hátíðlega athöfn en hann er veittur fyrir þær auglýsingar og markaðsefni sem best þótti á síðasta ári.
Aldrei höfum við í Krónunni fengið jafn margar tilnefningar og nú en Krónan var tilnefnd í sex flokkum. Krónan hlaut verðlaunin í flokknum Val fólksins fyrir sumarherferðina Íslenska sumarið, en sá flokkur er valinn af almenningi. Við erum því einstaklega stolt og þakklát fyrir viðurkenninguna!
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.
23. desember 2024
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að taka á móti ykkur í Krónunni á nýju ári.
10. desember 2024
Leggjum okkar af mörkum, bætum hjarta í körfuna okkar um jólin og styrkjum góðgerðarfélög og hjálparsamtök.