2. mars 2024
Krónan hlýtur Lúður!
Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, var veittur í gær við hátíðlega athöfn en hann er veittur fyrir þær auglýsingar og markaðsefni sem best þótti á síðasta ári.
Aldrei höfum við í Krónunni fengið jafn margar tilnefningar og nú en Krónan var tilnefnd í sex flokkum. Krónan hlaut verðlaunin í flokknum Val fólksins fyrir sumarherferðina Íslenska sumarið, en sá flokkur er valinn af almenningi. Við erum því einstaklega stolt og þakklát fyrir viðurkenninguna!