26. ágúst 2025
Takk fyrir frábærar viðtökur á Fitjabraut!
Krónan opnaði um helgina nýja matvöruverslun í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Verslunarrýmið við Fitjabraut er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum.
Verslunin er Svansvottuð líkt og allar verslanir Krónunnar og er rýmið upphitað með nýjum geislahiturum sem eru bæði umhverfisvænir og sparsamir á vatn. Sömuleiðis er orkusparandi LED lýsing um alla verslun, auk þess sem umhverfisvænt CO2 kerfi mun keyra lokaða kæla og frysta. Þyrstir viðskiptavinir og ferðamenn geta síðan fyllt á ferskt vatn í fjölnota brúsa við Krónukranann sem staðsettur er í anddyri verslunarinnar.
Í tilefni opnunar gátu viðskiptavinir nýtt sér ýmis tilboð og á sama tíma var 5% afsláttur af öllum vörum þegar notast er við Skannað og skundað í Krónuappinu.
Takk fyrir komuna og frábærar viðtökur á nýju versluninni okkar!
9. október 2025
Krónan styrkir söfnun UNICEF fyrir börn á Gaza
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza....
6. október 2025
Þá er uppáhalds Bændamarkaðurinn okkar búinn í bili Fimm helgar, 26 verslanir og um 145 tonn seld af umbúðarlausu, íslensku grænmeti - beint frá bónda!
8. september 2025
Það var sannkölluð gleðisprengja þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram við Perluna á sl. laugardag!🎉
27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is