26. ágúst 2025
Takk fyrir frábærar viðtökur á Fitjabraut!
Krónan opnaði um helgina nýja matvöruverslun í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Verslunarrýmið við Fitjabraut er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum.
Verslunin er Svansvottuð líkt og allar verslanir Krónunnar og er rýmið upphitað með nýjum geislahiturum sem eru bæði umhverfisvænir og sparsamir á vatn. Sömuleiðis er orkusparandi LED lýsing um alla verslun, auk þess sem umhverfisvænt CO2 kerfi mun keyra lokaða kæla og frysta. Þyrstir viðskiptavinir og ferðamenn geta síðan fyllt á ferskt vatn í fjölnota brúsa við Krónukranann sem staðsettur er í anddyri verslunarinnar.
Í tilefni opnunar gátu viðskiptavinir nýtt sér ýmis tilboð og á sama tíma var 5% afsláttur af öllum vörum þegar notast er við Skannað og skundað í Krónuappinu.
Takk fyrir komuna og frábærar viðtökur á nýju versluninni okkar!
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.
18. ágúst 2025
Í dag hefst nýtt framtak hjá okkur í Krónunni sem kallast Grænir mánudagar.
27. júní 2025
Við höfum tekið upp umhverfisvænni bakka í kjötborðum Krónunnar.